Vetrarstarf Aftureldingar 2021-2022 – UPPFÆRT

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá Aftureldingur og eru stundatöflur vetrarins tilbúnar. Þær gætu þó breyst eitthvað og við biðjum foreldra og forráðamenn að fylgjast með því hjá deildunum.

Núna á þessari önn tökum við í gagnið nýtt greiðslukerfi vegna þess að Sportabler hefur sameinast Nóra sem við höfum notast við undanfarin ár. Við biðjum ykkur að huga vel að því að setja inn réttar, og allar upplýsingar en skráningar í dag eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að við getum náð í foreldra í gegnum síma og tölvupóst.

Hér er hægt að skrá iðkendur.

Ef að þið lendið í vandræðum með nýskráningar þá biðjum við ykkur um að hafa beint samband við Sportabler menn. Það er hægt að gera það í gulllitaðri blöðru neðst í hægra horninu á vefsíðunni. Þeir eru fljótir að svara þar.
Til þess að nýta frístundarávísun sveitafélaganna þurfa forráðamenn að vera skráðir inn með rafrænum skilríkjum.

Æfingatöflur vetrarins.

Vetrartafla tekur í gildi þann 1. september nema annað sé tekið fram hjá deildunum.