Góður sigur á Hvergerðingum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Strákarnir náðu þar með í fyrsta sigur tímabilsins í 2.deildinni og eru vonandi komnir á skrið. Hamarsmenn áttu minna í leiknum fyrir hlé en náðu nokkrum hættulegum upphlaupum og endaði eitt þeirra í marki heimamanna nokkuð gegn gangi leiksins. Staðan 0-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var svo rétt nýhafinn þegar Steinarr Ragnarsson Kamban skoraði fyrir okkar menn og jafnaði leikinn og það var svo Axel Lárusson sem skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Nokkru áður hafði Steinarr misnotað vítaspyrnu en sigurinn sanngjarn þó oft hafi sést fallegri knattspyrna leikin á Varmárvelli.

Um næstu helgi halda strákarnir norður í land og leika við Völsung 2.júní en næsti heimaleikur er 11.júní gegn Gróttu. Í millitíðinni er útileikur í bikarkeppninni gegn Þrótti úr Vogum