AÐALFUNDUR TAEKWONDODEILDAR AFTURELDINGAR

Taekwondo Taekwondo

 

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þann 11. mars nk. kl. 20:30 í íþróttahúsinu að Varmá (í salnum okkar). 
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.
4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum
deildarinnar,sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera
aðalstjórnar.
6. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
7. Kosningar:
a) Kosinn formaður og varaformaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
8. Önnur mál.
9. Fundarslit.

Hjá deildinni eru 5 stjórnarmenn að formanni meðtöldum, og skv. gr. 7.a. og 7.b. verður kosið um formann og tvo stjórnarmenn.

Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi deildarinnar

Stjórnin