Beltapróf

Beltapróf

Taekwondo Taekwondo

Föstudaginn 29. maí fór fram sameiginlegt beltapróf hjá Taekwondodeildum Aftureldingar, Fram og ÍR.
Það voru 24 iðkendur frá Aftureldingu sem tóku prófið að þessu sinni.

Þessi önn var erfið vegna óviðráðanlegra afleiðinga af Covid, en iðkendur og þjálfarar reyndu að láta hlutina ganga eins og hægt var með heimaæfingum.

Með beltaprófi þá er önninni formlega lokið og vilja þjálfarar og stjórn þakka öllum fyrir veturinn. Sjáumst hress í haust.

Þjálfarar að dæma beltapróf