Heimaæfingar

Taekwondo Taekwondo

Það eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa núna. Við þurfum að takast á við það að geta ekki haft æfingar með hefðbundnu sniði. En við þurfum að halda iðkendum okkar við efnið, svo alla virka daga setjum við inn æfingu dagsins á iðkendasíðu Taekwondodeildarinar á Facebook. Æfingarnar standa saman af upphitun, styrk, þol og teygjum. Iðkendur setja svo inn myndir af sér að gera æfingar eða bara láta vita að þau séu búin. Það er gaman að sjá hvað margir eru duglegir að æfa sig og fá foreldra, maka eða systkini með sér. Við stefnum á halda þessu áfram á meðan ekkert skipulagt íþróttastarf er í gangi.