Norðurlandamót 2020

TaekwondoTaekwondo

Laugardaginn 18.janúar 2020 fór fram Norðurlandamót í Taekwondo í Osló, Noregi. Það voru 26 keppendur frá Íslandi á mótinu þar af 11 frá Aftureldingu. Þetta var stórt mót þar sem 350 keppendur voru skráðir í keppni í Kyrorugi (bardaga) og 317 í Poomsae (formum). Keppendur frá Aftureldingu stóðu sig mjög vel og komu heim með eitt gull, fimm silfur og þrjú brons.

Úrslit dagsins
Arnar Bragason – Gull🥇Nordurlandameistari í bardaga
Wiktor Sobczynski – Silfur 🥈í bardaga
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir – Silfur🥈 í bardaga og silfur 🥈í HópaPoomsae.
Iðunn Anna Eyjólfsdóttir – 🥈Silfur í bardaga.
Steinunn Selma Jónsdóttir – 🥈Silfur í Freestyle Poomsae.
Regína Bergmann Guðmundsdóttir – Brons 🥉í HópaPoomsae.
Aþena Rán Stefánsdóttir – Brons 🥉í HópaPoomsae.
Daníel Viljar Sigtryggsson – Brons 🥉 í ParaPoomsae.

Aðrir keppendur frá Aftureldingu stóðu sig frábærlega þó þeir kæmust ekki á pall að þessu sinni. Við eigum mikið af efnilegum krökkum sem eru stöðugt að bæta sig.

Við erum ótrúlega stolt af þeim öllum saman og óskum þeim til hamingju með árangurinn.