Norðurlandameistari

Taekwondo Taekwondo

Arnar Bragason, yfirþjálfari Taekwondodeildar Aftureldingar, varð Norðurlandameistari í Kyrorugi (bardaga) á Norðurlandamóti sem fór fram 18.janúar í Osló, Noregi.
Arnar keppti í flokki -80kg, 35 ára og eldri, þar keppti hann á móti 2 sterkum andstæðingum, báðum frá Svíþjóð.

Arnar er einn af reynslumestu taekwondomönnum landsins og hefur keppt í aldarfjórðung í hópi þeirra bestu. Hann er yfirþjálfari deildarinnar hjá Aftureldingu og hefur æft við deildina undanfarin 9 ár og verið ómetanlegur hluti í uppbyggingu hennar.

Þetta er fyrsta sinn sem Arnar vinnur gull á Norðurlandamóti og má segja að þrautsegja og stífar æfingar hafi komið honum á verðlaunapall.
Þetta er frábær árangur og við óskum Arnari innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.