RISA blakmót um helgina að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Blakdeild Aftureldingar mun sjá um stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið í blaki á sama stað og undir sama þaki. Um er að ræða móta tvö af þremur í Íslandsmóti  í 2.,3..4,.5, og 6.deild kvenna. Samanlögð úrslit úr fyrstu tveimur mótunum raða liðum í efri og neðri riðla innan deilda og spilar efri hluti deildarinnar upp á Deildarmeistaratitil og neðri hlutinn upp á að halda sér innan deildar á móti þrjú. Afturelding á lið í 3.deild og eru það ungu stúlkurnar okkar, í 4.deild spilar Afturelding Þrumur og í 5.deild spila Afturelding Töff. Alls verða spilaðir 140 leikir frá því kl 8:30 á laugardaginn og til kl 16:00 á sunnudaginn.  56 lið eru á mótinu og koma þau alls staðar af landinum;  Vesturlandi, vestfjörðum, norðurlandi, austfjörðum, suðurlandi og svo af höfuðborgarsvæðinu.