„Svart belti er hvítt belti sem gafst ekki upp“

Ungmennafélagið Afturelding Taekwondo

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, íþróttakona Aftureldingar 2018, skrifar:

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema takk kærlega fyrir. Þetta er mér mikill heiður. Mér datt aldrei í hug þegar ég byrjaði í Taekwondo að ég mundi standa hérna og taka á móti þessum bikar. Að ég skildi vera annað árið í röð Taekwondokona Íslands og vera Íþróttakona Aftureldingar. Þetta er draumi líkjast. Það er aldrei of seint að byrja æfa.

Ég var ófrísk af yngsta barninu mínu af þremur þegar ég fór með mína elstu og var að horfa á Taekwondo æfingu. Ég var lengi í karate og jitsu en aldrei í Taekwondo og þegar ég var að horfa á hana hugsaði ég með mér þetta virðist vera skemmtilegt. Ég sá að það var fullorðinsæfing sem byrjaði eftir æfingu stelpunar minnar og mætti ég á mína fyrstu æfingu þegar strákurinn minn var fjögurra vikna gamall. Þá var ekki aftur snúið. Ég var “all in”. Þetta er svo gaman og félagskapurinn er frábær. Ég get með sanni sagt að þetta er sko Taekwondo fjölskylda. Ég er búin að ferðast til margra landa til að keppa og fara á æfingarbúðir, og kynnst fullt af fólki í gegnum sportið. Ég hef verið svo heppin að krökkunum mínum finnst einnig skemmtilegt að æfa Taekwondo. Þetta hefur fært mig nær krökkunum mínum. Að vera með stelpunum mínum í landsliðinu og æfa og ferðast saman, er ómetanlegt. Ég er svo heppin.

Taekwondo deildin hjá okkur er búin að stækka svo mikið og það er búið að vera svo gaman að vera með þessu yndilsega fólki og hjálpa til við að stækka hana. Í dag erum við Íslands- og bikarmeistarar, stærsta Taekwondodeild landsins og sú öflugasta. Eigum við einnig nokkra landsliðsmenn og það voru þrír úr Taekwonoddeild Aftureldingar sem fóru á Heimsmeistaramótið sem haldið var í Tæívan sem alveg ótrúlegur árangur. Hjá okkur er það gleðin og ánægjan og ástríðan fyrir sportinu sem er í fyrirrúmi.

Ég er búin að læra helling gegnum árin í Taekwondo. Ég hef lært þrautseigju, að gefast ekki upp. Halda áfram. Sjálfstraust, að hafa trú á sjálfum mér. Ekki vera hrædd að mistakast.  Maðurinn minn er einnig búin að læra mikla þolimæði!

Ein af mínum uppáhalds setningum er: “Svart belti er hvítt belti sem gafst ekki upp”

Ég vil að lokum þakka Aftureldingu fyrir allan stuðninginn. Takk kærlega fyrir.

ÁFRAM AFTURELDING!