Laugardaginn 7.janúar fór fram svartbeltispróf í Taekwondo. Það voru níu iðkendur frá þremur félögum sem tóku prófið þar af þrjú frá Aftureldingu. Forprófið var skipt upp í bóklegan og verklegan hluta þar sem var þrek og hraðapróf. Í lokaprófinu var meðal annars prófað í formum, tækni, sjálfsvörn, bardaga og brotum.
Þau sem tóku próf eru:
Anna Jasmine Njálsdóttir – 1.dan
Aþena Rán Stefánsdóttir – 2.dan
Patrik Bjarkason – 1.dan
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að fylgjast áfram með þeim.