Luz Medina gerir tveggja ára samning

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Luz Medina kom til kvennaliðs Aftureldingar í janúar s.l. frá KA. Luz náði að spila nokkra leiki með kvennaliði Aftureldingar áður en Covid lokaði leiktíðinni. Nú hefur Luz gert 2ja ára samning við Aftureldingu og er sest að í Mosfellsbæ. Luz er frábær uppspilari  og mikil og góð viðbót við okkar flotta kvennalið sem auk þess getur kennt okkar yngri spilurum mikið þó hún sé ekki gömul þá er hún með mikla spilareynslu.