Stúka reist við gervigrasvöllinn að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun var samþykkt að ráðast í stúkubyggingu við gervigrasvöllinn að Varmá auk fleiri framkvæmda. Gert er ráð fyrir 300 sæta stúku en gerð er krafa um slíka stúku í leyfiskerfi KSÍ fyrir félög sem leika í Inkasso-deild karla. Afturelding á lið í bæði Inkasso-deild karla og kvenna í ár.

Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er samkvæmt kostnaðaráætlun um 25 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að stúkan sjálf kosti um 13 milljónir króna. Einnig verður öryggissvæði í kringum gervigrasvöllinn stækkað þar sem nú er lagður malbikaður stígur. Þessi framkvæmd mun stækka gervisgrasvöllinn um ca. 2 metra á breidd og fjóra á lengd. Stækkun öryggissvæðisins kostar um 10 milljónir króna. Varamannaskýli verða sömuleiðis stækkuð og salernisaðstaða verður lagfærð til muna.

Ungmennafélagið Afturelding fagnar því að ráðist sé í þessar framkvæmdir og munu þær efla aðstöðu knattpyrnudeildar verulega.

Verkþættir – Áætlaður kostnaður
1) Varamannaskýli 650.000,-
2) Öryggissvæði 10.000.000,-
3) Stúka 13.500.000,-
4) Salernisaðstaða 720.000,-
Heild 24.870.000,-

Teikning af stúku við Varmárvöll. Gert er ráð fyrir að stúkan verði á 6 pöllum með 5 sætaröðum, með 2×30 sætum ásamt í hverri röð og tröppum við enda sætaraða.Heildarlengd stúkunnar er 34 metrar.

Fylgiskjöl:
Minnisblað vegna framkvæmda við gervigrasvöll Varmá

Erindi KSÍ

Teikningar af stúku