Aðalfundur badmintondeildarinnar verður haldinn 20.mars kl 18.00. Fundurinn verður haldinn í vallarhúsinu. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Kosning stjórnar Okkur vantar fólk til að vinna að hag deildarinnar og iðkenda hennar. Áhugasamir mega endilega hafa samband við stjórnarmeðlimi. Stjórn badmintondeildar Aftureldingar
Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar 2019 – Vinningsnúmer
Enn eru nokkrir ósóttir vinningar frá Þorrablótinu. Hægt verður að nálgast vinninga til föstudagsins 8. mars. Hér má sjá vinningsnúmerin
Krista og Halla semja við Aftureldingu
Afturelding bætir við sig leikmanni fyrir komandi átök í INKASSO deild kvenna í sumar en miðjumaðurinn Krista Björt Dagsdóttir er komin til félagsins frá Fjölni. Krista Björt sem fædd er árið 2000 er uppalin hjá Fjölni en lék með Gróttu í 2.deild kvenna á síðasta tímabili. Þá á Krista Björt leiki fyrir Fjölni í 2.deild kvenna árið 2017. Undanfarnar vikur hefur …
Parket lagt í íþróttahúsið að Varmá
Samþykkt var á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í morgun að auglýsa útboð á endurnýjun gólfefna í íþróttasölum 1-2 að Varmá. Gert er ráð fyrir þar verði lagt gegnheilt parket á fjaðrandi grind í samræmi við minnisblað Aftureldingar sem lagt var fyrir bæjarráð. Skipt verður um gólf í sumar og mun gegnheilt parket leysa af hólmi dúklagt gólf á grind sem staðið …
Afturelding og Fram ljúka samstarfi sínu
Afturelding og Fram hafa ákveðið að ljúka samstarfinu sínu með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Afturelding mun því leika undir eigin nafni í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Sömuleiðis er samstarfi með yngri flokka í kvennaknattspyrnu lokið. Afturelding mun taka sæti Afturelding/Fram í Inkasso-deildinni á leiktíðinni sem senn fer að hefjast. Þessi ákvörðun er spennandi skref fyrir félagið en stefnan er sett …
Erika Rún Heiðarsdóttir í Aftureldingu
Afturelding kynnir með stolti nýjasta leikmann sinn, Eriku Rún Heiðarsdóttur en hún gengur í raðir félagsins frá Víking Ólafsvík. Erika er fædd árið 2001 og skrifar undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Erika spilar sem hafsent eða bakvörður og bindur félagið miklar vonir við hana í sumar sem og í framtíðinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Erika spilað 23 leiki …
Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna
Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í sumar en liðið leikur í Inkasso-deildinni. Lambhagi gróðrastöð var stofnað árið 1979 og er í dag stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum í landinum. Hafberg Þórisson eigandi Lambhaga hefur þá fengið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir metnaðarfullt og framsækið starf í framleiðslu Lambhaga. Það að svona stórt og flott …
Aðalfundur körfuknattleikdeildar Aftureldingar
Aðalfundur körfuknattleikdseildar Aftureldingar fer fram fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Varmárskóla. Gengið er inn sunnan megin – nær íþróttahúsinu. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um körfubolta í Mosfellsbæ.
AÐALFUNDUR TAEKWONDODEILDAR AFTURELDINGAR
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þann 11. mars nk. kl. 20:30 í íþróttahúsinu að Varmá (í salnum okkar). Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði. 4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir …










