Hátíðaraðalfundur Aftureldingar 11. apríl í tilefni af 110 ára afmæli

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar mun fara fram þann 11. apríl næstkomandi í Hlégarði. Um sérstakan hátíðaraðalfund er að ræða en þennan sama dag fagnar félagið 110 ára afmæli. Hefðbundin aðalfundarstörf mun fara fram á aukaðalfundi félagsins sem haldin verður síðar í apríl í tilefni af afmæli félagsins.

Nánari dagskrá fyrir hátíðaraðalfundinn þann 11. apríl verður kynnt þegar nær dregur.

Við hvetjum Aftureldingarfólk og Mosfellinga til að taka 11. apríl frá og fjölmenna í Hlégarð til að fagna þessum tímamótum í sögu Aftureldingar.