Öruggur sigur hjá Aftureldingu gegn Akureyri

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Aft­ur­eld­ing vann afar ör­ugg­an sig­ur á Ak­ur­eyri, 30:22, í 15. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik að Varmá í dag. Aldrei lék vafi hvor­um meg­in sig­ur­inn félli því Ak­ur­eyr­arliðið stóð Mos­fell­ing­um langt að baki frá nán­ast fyrstu mín­útu leiks­ins. Staðan í hálfleik var 16:12, Aft­ur­eld­ingu í vil, sem sit­ur áfram í fimmta sæti deild­ar­inn­ar, hef­ur nú 17 stig. Aft­ur­eld­ing­arliðið tók völd­in …

Góður árangur hjá Taekwondodeild Aftureldingar á RIG2019

TaekwondoTaekwondo

Mynd:Tryggvi Rúnarsson Um síðustu helgi fór var haldið taekwondomót á vegum Reykjavik International Games í Víkinni í Fossvogi. Keppt var bæði í formum og bardaga og að vanda stóðu okkar keppendur sig með stakri prýði. Keppendur okkar fengu 19 gullverðlaun, 18 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun, en keppt var í öllum aldursflokkum. Áfram Afturelding

Veðurviðvörun

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Óflokkað

Áríðandi skilaboð frá slökkviliðinu. „Við hvetjum skóla og frístundastarfsemi í efri byggðum tli að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl 15.00. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 og fram á nótt. Jafnframt að hvetja foreldra/forráðamenn barna undir 12. ára til að sækja börn eftir klukkan 15.00 ef þess er talin þörf.“ Allar knattspyrnuæfingar …

Jako – Tilboð í febrúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Að því tilefni að keppnistreyjan er komin í hús og tilbúin afgreiðslu býður Jako Aftureldingarfólki upp á febrúar tilboð.          

Telma Rut frábær fyrirmynd

Karatedeild AftureldingarKarate

Karatekonan Telma Rut Frímannsdóttir er gott dæmi um hvernig það að stunda íþróttir gerir okkur betri í hverju sem er. Telma Rut æfði, keppti og þjálfaði í mörg á með Aftureldingu auk þess sem hún keppti með landsliðinu. Hún er margfaldur íslandsmeistari í kumite og náði frábærum árangri í alþjóðlegum mótum. En hún æfði og keppti ekki eingöngu í karate heldur …

Sleggjan styður við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur karla í handknattleik og Sleggjan hafa gert með sér styrktarsamning til næstu þriggja ára. Sleggjan er þjónustuverkstæði atvinnutækja og er nýlega tekið til starfa í Mosfellsbæ. „Stuðningurinn er afar dýrmætur afreksstarfi félagsins og alltaf gaman að sjá fyrirtæki í Mosfellsbæ leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja myndarlega við íþróttastarf bæjarins,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs karla í …

Pistill formanns Aftureldingar: Gaman saman

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú þegar þorrablótshelgin er nýafstaðin er mér þakklæti efst í huga. Fyrst og fremst til þessa frábæra hóps sem skipar Þorrablótsnefndina, þessi hópur hefur nú starfað lengi saman með valinn mann í hverju rúmi og viðburðurinn gengur eins og smurð vél. Það er ómetanlegt að öllu leyti fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öfluga sjálfboðaliða í okkar röðum. …

Afturelding með öruggan sigur á HK

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding tók á móti HK í Mizunodeild karla í kvöld en leikið var í Varmá í Mosfellsbæ. Afturelding lék í dag án fyrirliðans Alexanders Stefánssonar sem var frá vegna meiðsla en hjá HK vantaði einnig fyrirliðan Lúðvík Már Matthíasson sem var einnig frá vegna meiðsla og þá voru Ismar Hadziredzepovic og Benedikt Baldur Tryggvason frá vegna veikinda. Afturelding byrjaði leikinn …

HK hafði betur í fyrsta leiknum á nýju gólfi

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Í kvöld fór fram einn leikur í Mizonudeild kvenna þegar Afturelding tók á móti HK í Varmá. Þetta var fyrsti leikurinn að Varmá á glænýju gólfi sem var tekið í notkun í síðustu viku. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en HK hafði þó ávalt góð tök á leiknum, fyrstu hrinu vann HK 25-21. HK hafði mikla yfirburði í annari …

Aðalfundi knattspyrnudeildar Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundi knattspyrnudeildar Aftureldingar sem halda átti í kvöld hefur verið frestað þar til síðar í febrúar. Fundurinn átti að fara fram í kvöld kl. 20.00 í Vallarhúsinu en ákveðið var að fresta fundinum. Ný tímasetning verður tilkynnt fljótlega. Áhugasamir sem vilja taka sæti í stjórn deildarinnar er bent á að hafa samband við knattspyrnudeildina með tölvupósti á netfangið fotbolti@afturelding.is eða …