Dagana 14. -16. desember næstkomandi fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á gervigrasvellinum að Varmá. Skólinn er fyrir alla drengi og stúlkur fædd á árunum 2005-2012. Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum, á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar …
Afturelding með þriðja sigurinn í röð
Afturelding vann góðan sigur á Fylki í Grill66-deild kvenna í handbolta í kvöld, 24-19. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og komst í 0-5 áður en Aftureldingarkonur náðu að svara fyrir sig. Þá tók við góður kafli og hafði Afturelding forystuna í hálfleik, 11-9. Heimakonur lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun í síðari hálfleik. Afturelding náði mest sjö marka forystu …
Afturelding með sigur norðan heiða
Afturelding er komið í 4. sæti í Olís-deild karla eftir sigur á útivelli gegn KA í kvöld. Lokatölur urðu 30:28, þar sem Mosfellingar léku frábærlega í fyrri hálfleik. Sem betur fer varð slæm byrjun í seinni hálfleik Aftureldingu ekki að falli og bættu rauðir tveimur stigum í sarpinn. Mosfellingar náðu undirtökunum strax í upphafi leiks og voru fljótir að koma sér …
Leikadagur hjá meistaraflokkum í handbolta
Það er líf og fjör hjá meistaraflokkum Aftureldingar í handbolta í dag en bæði karla- og kvennalið félagsins eiga mikilvæga leiki fyrir höndum í dag. Meistaraflokkur karla leikur gegn KA á Akureyri í kvöld í Olís-deild karla. Afturelding er í 5. sæti deildarinnar að loknum sjö umferðum og getur blandað sér í toppbaráttuna með sigri í kvöld. Leikurinn hefst kl. …
Framkvæmdir á íþróttasvæði
Framkvæmdir eru hafnar á knatthúsi að Varmá. Af þeim sökum er búið að girða af svæðið fyrir neðan íþróttahús og í áttina að vallarhúsi. Þetta þrengir aðkomuleið að gervisgrasvelli. Eins og smá má á eftirfarandi skýringamynd eru gönguleiðir að vellinum eftirfarandi (rauðmerktar) Aðeins er hægt að ganga inn á gervigrasvellinum nær Vesturlandsvegi vegna framkvæmda. Hægt er að stytta gönguleiðir iðkenda …
Sterkir leikmenn framlengja við Aftureldingu
Eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar þá eru strákarnir í meistaraflokki Aftureldingar í fótbolta byrjaðir að undirbúa sig af krafti fyrir Inkasso-deildina næsta sumar. Liðið hefur hafið æfingar og framundan eru margir krefjandi æfingaleikir gegn Pepsi-deildar liðum fram að jólum. Nokkrir af sterkustu leikmönnum félagsins framlengt samninga sína við félagið. Þeir eru: Bakvörðurinn sókndjarfi Sigurður Kristján Friðriksson sem …
Blakveisla að Varmá um helgina
Mikil blakveisla verður að Varmá um helgina þegar Afturelding tekur á móti firnasterkum liðum KA bæð í karla-og kvennaflokki. KA liðið karlamegin voru þrefaldir meistarar á síðasta keppnistímabili og hafa styrkt sig enn meira fyrir tímabilið og ætla sér greinilega stóra hluti. Kvennalið KA hefur einnig styrkt sig mjög mikið en liðið var í síðasta sæti á síðasta Íslandsmóti. Karlaliðin …
Trausti og Ragnar Már í Aftureldingu
Afturelding er að styrkja sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar og hefur bætt við sig tveimur leikmönnum. Um er að ræða markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson og kantmanninn Ragnar Má Lárusson. Báðir leikmennirnir eru ættaðir af Skaganum og uppaldir hjá ÍA. Trausti var lengi í röðum Þróttara í Reykjavík en kemur í Mosfellsbæinn úr Breiðholtinu frá Leikni þar sem hann lék tvo …
Tilboðsdagar á Aftureldingarvörum frá JAKO
Búningaframleiðandinn okkar JAKO mætir í heimsókn til okkar í íþróttamiðstöðina að Varmá í vikunni 6. og 7. nóvember og verða tilboðsdagar á fatnaði frá JAKO. Þetta er því frábært tækifæri til að næla sér í Aftureldingarfatnað á frábæru verði. Hægt verður að máta og panta fatnað milli kl. 16-19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allur fatnaður verður svo tilbúinn og merktur …
Ísak Snær þreytti frumraun með U23 liði Norwich
Aftureldingarmaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson spilaði sinn fyrsta leik með U23 ára liði Norwich í fyrradag. Ísak, sem er einungis 17 ára, spilaði þá með U23 ára liðinu í 4-0 tapi gegn Fulham. Hann spilaði í fremstu víglínu Norwich í leiknum. Undanfarin tvö ár hefur Ísak verið á mála hjá Norwich og spilað með U16 og U18 ára liðum félagsins. Ísak var áður á …