Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum Álftaness í kvöld, miðvikudag og hefst kvennaleikurinn kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Við hvetjum okkar fólk til að mæta í rauðu á pallana og hvetja liðin okkar áfram. Áfram Afturelding
Iðkendur í knattspyrnu yfir 500 í fyrsta sinn
Gríðarleg fjölgun hefur orðið í knattspyrnudeild Aftureldingar á síðastliðnum árum. Í upphafi ársins 2018 voru iðkendur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar rúmlega 420 talsins en eru í dag 512. Þetta þýðir um 20% fjölgun iðkenda á 10 mánuðum sem er mikið ánægjuefni fyrir Aftureldingu sem er ein af fjölmennstu knattspyrnudeildum landsins. „Við erum gríðarlega stolt af því vera komin með …
Fimm leikmenn endurnýja samninga við Aftureldingu
Penninn hefur verið á lofti undanfarna daga en fimm leikmenn hafa gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Aftureldingu. Þetta eru Alexander Aron Davorsson, Andri Már Hermannsson, Elvar Ingi Vignisson, Jason Daði Svanþórsson, og Jökull Jörvar Þórhallsson. Allir áttu þeir stóran þátt í sigri Aftureldingar í 2.deildinni síðastliðið sumar. Alexander Aron er uppalinn hjá Aftureldingu og einn af reynslumestu leikmönnum liðsins. Alexander hefur skorað 52 mörk í …
Frábær árangur á Haustmóti í Stökkfimi og Teamgym
Fimleikadeild Aftureldingar sendi 7 lið á Haustmót í Stökkfimi og 3 lið á Haustmót í Teamgym, liðin stóðu sig öll ótrúlega vel og viljum við óska þeim innilega til hamingju með árangurinn og þeirra þjálfurum. Á Haustmóti í stökkfimi stóðu öll liðin sig ótrúlega vel, margir að stíga sín fyrstu skref á móti og aðrir að safna í reynslubankann. Á …
3. Bikarmót og 3. Grand prix mót Karatesambands Íslands
Um helgina fóru fram 3. bikarmót og 3. grand prix mót Karatesambands Íslands. Keppendur frá Aftureldingu tóku þátt og komust öll á pall í báðum mótum. Mótin voru liður í lokaundirbúningi Oddnýjar og Þórðar sem keppa á Norðurlandameistaramótinu um næstu helgi í Finnlandi, en þau sigruðu bæði sína flokka á mótinu.
2.flokkur kvk í beinni á haustmóti
Stelpurnar okkar í 2.flokk eru að keppa á Haustmóti í Teamgym endilega fylgist með þeim!
Nýr samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar
Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um …
Coerver knattspyrnuskóli í Mosfellsbæ 14. – 16. desember
Dagana 14. -16. desember næstkomandi fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á gervigrasvellinum að Varmá. Skólinn er fyrir alla drengi og stúlkur fædd á árunum 2005-2012. Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum, á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar …
Afturelding með þriðja sigurinn í röð
Afturelding vann góðan sigur á Fylki í Grill66-deild kvenna í handbolta í kvöld, 24-19. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og komst í 0-5 áður en Aftureldingarkonur náðu að svara fyrir sig. Þá tók við góður kafli og hafði Afturelding forystuna í hálfleik, 11-9. Heimakonur lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun í síðari hálfleik. Afturelding náði mest sjö marka forystu …
Afturelding með sigur norðan heiða
Afturelding er komið í 4. sæti í Olís-deild karla eftir sigur á útivelli gegn KA í kvöld. Lokatölur urðu 30:28, þar sem Mosfellingar léku frábærlega í fyrri hálfleik. Sem betur fer varð slæm byrjun í seinni hálfleik Aftureldingu ekki að falli og bættu rauðir tveimur stigum í sarpinn. Mosfellingar náðu undirtökunum strax í upphafi leiks og voru fljótir að koma sér …









