Fjölsóttur íbúafundur um íþróttamál
Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir íbúafundi um íþróttamál í Hlégarði í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en á þriðja hundrað manns mættu í Hlégarð til að fræðast um stöðu íþrótta- og aðstöðumála hjá Aftureldingu. Fulltrúar frá öllum framboðum til sveitastjórnarkosinga í Mosfellsbæ tóku þátt í fundinum og var fundinum stýrt af Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Fulltrúar 10 deilda Aftureldingar héldu erindi …
Magnað maraþon
3. flokkur karla Knattspyrnudeildar Aftureldingar heldur í keppnisferð til Barselóna í sumar. Til að afla fjár til ferðarinnar tóku piltarnir sig til og að spiluðu knattspyrnu sleitulaust í 12 klst, laugardaginn 12. maí síðast liðinn. Vinum, vandamönnum og bæjarbúum gafst svo kostur á að heita á knattspyrnuhetjurnar. Áheitasöfunun gekk mjög vel en á aðra milljón króna söfunuðust. Þetta var langur, …
Fundur um íþróttamál í Hlégarði 15. maí
Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum fundi um íþróttamál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 15. maí næstkomandi í Hlégarði. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er allt áhugafólk um íþróttamál í Mosfellsbæ sérstaklega hvatt til að mæta. Fulltrúar allra þeirra framboða, sem verða í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ síðar í maí, munu taka þátt í fundinum. Fundargestum mun gefast tækifæri til að spyrja …
Nýr formaður Aftureldingar
Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram í vallarhúsinu að Varmá í kvöld. Fundurinn var snarpur en góður því kosning í stjórn félagsins var eina mál á dagskrá. Birna Kristín Jónsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Hún tekur við formennsku af Dagnýju Kristinsdóttur sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2015. Birna þekkir félagið vel enda verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár. Aðalstjórn Aftureldingar …
Æfa með landsliðinu
Nú á dögunum voru þrír iðkendur úr afrekshóp karatedeildar Aftureldingar valin til að æfa með landsliðinu í kata. Þetta eru þau Máni Hákonarson, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrýson. Hér á myndinni má sjá þau ásamt Karin Hägglund, fyrrum landsliðsþjálfara Svía í kata, á æfingum sem karatesambandið stóð fyrir 20. – 22. apríl s.l. Mynd f.v. Máni, Oddný, Karin og …
Aukaaðalfundur Aftureldingar á mánudag
Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram mánudaginn 7. maí. Vakin er athygli á breyttum fundarstað en fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 18:00.Fundarstjóri verður Grétar Eggertsson. Dagskrá aukaaðalfundar:1. Kosning formanns2. Kosning stjórnar Eftirtaldir aðilar eru í framboði til stjórnar Aftureldingar á aukaaðalfundi félagsins:Til formanns:Birna Kristin JónsdóttirTil stjórnar:Geirarður LongGunnar Skúli GuðjónssonHaukur SkúlasonKristrún KristjánsdóttirSigurður Rúnar MagnússonÞórdís Sveinsdóttir Boðið verður upp …
Árlegar æfingabúðir með Sensei Steven Morris 7. dan
Helgina 27. – 29. apríl sáu sensei Steven Morris, sensei Paul Lapsley ásamt Colin aðstoðarþjálfara um árlegar æfingabúðir og beltagráðun hjá karatedeildum Aftureldingar og Fjölnis.
Taekwondodeildin á ferð og flugi
Keppendur frá UMFA lögðu land undir fót nú um helgina og tóku þátt í mjög stóru móti í Manchester á Englandi. Alls voru keppendur frá yfir 50 félögum um allar Bretlandseyjar, auk okkar á mótinu og voru dagarnir bæði langir og strangir. Á laugardag var keppt í poomsae og fékk okkar gríðarlega efnilega keppniskona, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, gullverðlaun í svartbeltisflokki, auk …










