Afturelding á þrjá fulltrúa um næstu helgi í úrtaksæfingum U16 karla. Davíð Snorri Jónsson þjálfari U16 karla hefur valið Arnór Gauta Jónsson, Eyþór Aron Wöhler og Róbert Orra Þorkelsson á þessar æfingar sem fara fram bæði í Kórnum og í Egilshöll helgina 16.-18.febrúar næstkomandi. Knattspyrnudeild óskar þeim góðs gengis á æfingunum!
Aðalfundur Karatedeildar Aftureldingar 12. mars
Aðalfundur Karatedeildar Aftureldingar verður haldinn 12. mars 2018 kl. 19:30 í Vallarhúsinu á íþróttasvæði Varmár.
Gleði og gaman á RIG Reykjavík International Games
Nokkrir iðkendur í unglingahópi Afterldingar tóku þátt í RIG Í Laugardagshöll í lok janúar. Það er alltaf gaman að reyna sig í nýjum hópi en þarna voru samankomnir keppendur í karate frá fimm löndum.
Þrír keppendur frá Aftureldingu stigu á verðlaunapall sem er frábær árángur.
Dómaranámskeið á vegum KSÍ
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla stofu 116, þriðjuudaginn 13. febrúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og …
1,2 og elda
Knattspyrnudeild Aftureldingar er í samstarfi við Einn, tveir og elda. Nú geta mosfellingar stutt við bakið á sínum mönnum á einfaldan máta, Smelltu hér til að panta! Þegar þú pantar velur þú svo ‘sækja’ og velur Aftureldingu. Afgreiðsla fer fram í Vallarhúsinu að Varmá á mánudögum og þriðjudögum á milli kl 16 – 19 Athugið að panta þarf fyrir kl 11.59 á …
Aðalfundi knattspyrnudeildar frestað
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar, sem fara átti fram 31. janúar kl. 20:00, hefur verið frestað. Fundurinn mun þess í stað fara fram miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20:00 í Vallarhúsinu við Varmárvöll. Einstaklingar sem hafa áhuga á stjórnarsetu í stjórn knattspyrnudeildar eða ráðum er bent á að hafa samband með töluvpósti á fotbolti@afturelding.is Dagskrá:Hefðbundin aðalfundastörf Félagar eru hvattir til að mæta, sem …
Marsý Dröfn í Aftureldingu/FRAM – Cecilía og Hafrún semja
Miðjuleikmaðurinn Marsý Dröfn Jónsdóttir hefur gengið til liðs við Aftureldingu/Fram frá uppeldisfélagi sínu Fjölni. Marsý sem leikið hefur með 2.- Og 3.flokk kvenna hjá Fjölni og borið fyrirliðabandið í 3.flokki er fædd árið 2001. Marsý er gífurlega spennandi leikmaður sem hefur fallið vel inn í ungan hóp Aftureldingar/Fram og um leið passar Marsý vel inn í framtíðarplön félagsins. Þá samdi …
Þorrablóts happadrætti
Vinningana má nálgast á skrifstofu Aftureldingar frá þriðjudeginum 23.janúar til föstudagsins 4.febrúar 2018
Formaður KSÍ í heimsókn hjá Aftureldingu
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusamband Íslands, kom í heimsókn til knattspyrnudeildar Aftureldingar sl. miðvikudag. Guðni fékk kynningu á starfi deildarinnar og leit við á æfingu hjá iðkendum félagsins. Meðal þeirra mála sem voru til umræðu á fundi knattspyrnudeildar og formanns KSÍ voru samningamál félaga gagnvart ungum og efnilegum leikmönnum, reglur varðandi úthlutun á styrkjum til aðildarfélaga KSÍ, aðstöðumál félagsins og fleiri …









