Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmót hausts og fer það fram að Varmá á laugardag og sunnudag. Alls koma 47 lið frá 11 félögum af landinu og byrjar mótið kl 8:30 á laugardag og lýkur um kl 14:00 á sunnudag og verður spilað á 8 völlum þegar mest er. Einnig verður haldið mót fyrir 6.og 7.fl á sunnudag.
SportHero verður á mótinu og tekur liðsmyndir af liðununum og er öllum frjálst að mæta með sitt lið í myndatöku. Þeir munu einnig taka myndir af krökkunum í leikjum og eftir mótið verður svo hægt að skoða myndir of kaupa ef áhugi er á því. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Sport Hero: http://www.draumalidid.is/teams/12
Blakdeild Aftureldingar á þrjú lið í 3.flokki og þau eru nánast öll á yngsta ári af þremur, 2 lið í 5.flokki og 1 lið í 6. og 7.flokki. Blakdeildin óskar krökkunum góðs gengis og góðra skemmtunar og þakkar þeim fjölmörgu foreldrum sem standa vaktina á þessu flotta móti. Áfram Afturelding.
Einar tekur við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla
Einar J. Finnbogason hefur verið ráðinn til að aðstoða Úlf Arnar Jökulsson við þjálfun meistaraflokks karla knattspyrnu
Atli Albertsson semur við Aftureldingu
Atli Albertsson hefur gengið frá samningi við Aftureldingu til tveggja ára og mun leika með meistaraflokki karla í 2.deild næsta sumar.
Flottur árangur í taekwondo í Skotlandi
Taekwondo iðkendur frá Aftureldingu sigursæl.
Gunnar Logi framlengir við Aftureldingu
Gunnar Logi Gylfason hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um 2 ár.
Beltakröfur deildarinnar
Hér er hægt að skoða beltakröfur Taekwondodeildarinnar.
Tvær Aftureldingarstúlkur í landsliðsverkefnum
Um næstu helgi fara fram æfingar hjá U19 og yngri hóp U17 landsliða Íslands en eldri hópur U17 er á leið til Finnlands þar sem liðið mun leika tvo æfingaleiki við heimamenn.
Cocacola bikarinn 16 liða úrslit
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna taka á móti nýliðum Olísdeildar kvenna ÍR í 16 liða úrslitum Cocacola bikarsins á morgun þriðjudag kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá. Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og styðja stelpurnar okkar áfram í bikarnum. Áfram Afturelding.
Gunnar Wigelund framlengir samning sinn
Afturelding og Gunnar Wigelund hafa náð samkomulagi um að framlengja samning hans við félagið um eitt ár.
Tveir leikmenn ganga til liðs við kvennalið Aftureldingar
Meistaraflokkur kvenna hefur samið við tvo leikmenn um að spila með liðinu í Pepsideildinni í knattspyrnu næsta sumar










