Íslandsmót hjá 3. og 5.flokki um helgina að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding

Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmót hausts og fer það fram að Varmá á laugardag og sunnudag. Alls koma 47 lið frá 11 félögum af landinu og byrjar mótið kl 8:30 á laugardag og lýkur um kl 14:00 á sunnudag og verður spilað á 8 völlum þegar mest er. Einnig verður haldið mót fyrir 6.og 7.fl á sunnudag.
SportHero verður á mótinu og tekur liðsmyndir af liðununum og er öllum frjálst að mæta með sitt lið í myndatöku. Þeir munu einnig taka myndir af krökkunum í leikjum og eftir mótið verður svo hægt að skoða myndir of kaupa ef áhugi er á því. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Sport Hero: http://www.draumalidid.is/teams/12
Blakdeild Aftureldingar á þrjú lið í 3.flokki og þau eru nánast öll á yngsta ári af þremur, 2 lið í 5.flokki og 1 lið í 6. og 7.flokki. Blakdeildin óskar krökkunum góðs gengis og góðra skemmtunar og þakkar þeim fjölmörgu foreldrum sem standa vaktina á þessu flotta móti. Áfram Afturelding.

Beltakröfur deildarinnar

Ungmennafélagið Afturelding

Hér er hægt að skoða beltakröfur Taekwondodeildarinnar.

Cocacola bikarinn 16 liða úrslit

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna taka á móti nýliðum Olísdeildar kvenna ÍR í 16 liða úrslitum Cocacola bikarsins á morgun þriðjudag kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá. Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og styðja stelpurnar okkar áfram í bikarnum. Áfram Afturelding.