Æfingar sunddeildar yfir hátíðarnar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Yngri hóparnir: Höfrungar, Bronshópur og Silfurhópur fara í frí eftir æfingu föstudaginn 20.des og  æfingar hjá þessum hópum byrja aftur mánudaginn 6. janúar eða á sama tíma og skólastarf hefst aftur.  Síðasta æfingin fyrir jólafrí hjá Gull- og Afrekshópi verður laugardaginn 21.des frá klukkan  09:30-11:00 en eins og hefð er fyrir verður hún í formi nammiæfingar 🙂 Fyrsta æfing eftir …

Aðstoð við jólasveina

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Meistaraflokkur Aftureldingar hefur tekið að sér að aðstoða jólasveinana við útkeyrslu á sérstökum pökkum til þægra barna á aðfangadag kl. 11-15. Pakkarnir þurfa að berast frá smiðju jólasveinanna í Vallarhúsið á Þorláksmessu kl. 16-22 en innheimtar verða 1.500 kr. pr. hús til að standa undir útlögðum kostnaði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Aftureldingar í síma 566-7089 og 841-2721.

Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Miðinn kostar 1500 krónur og rennur hluti ágóðans til góðgerðarmála hér í Mosfellsbæ. Stefnan er að jólahappdrætti verði árvisst hjá meistaraflokknum og ávalt fer hluti ágóðans í góðgerðarmál. Þetta árið mun mfl styrkja það góða starf sem unnið er í Reykjadal, en þar er rekið sumar- og vetrarnámskeið fyrir fötluð börn.Frábærir vinningar sem eiga eftir að koma sér vel. Dregið …

Á toppnum í jólafrí.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstelpurnar fara taplausar í jólafrí í efsta sæti Mikasadeildarinnar. Þær mættu Þrótt Nes í hörku fimm hrinu leik fyrir austan í dag. Leiknum lauk með 2-3 sigri Aftureldingar. Fyrsta hrina fór 23-25, Afturelding tapaði næstu tveimur 25-13 og 25-22 en vann tvær síðustu 10-25 og 10-15. Til hamingju stelpur !

Toppslagur á laugardag

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstelpurnar mæta Þrótti Nes fyrir austan á laugardag kl 13:30 í toppslag í Mikasadeildinni. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki fram til þessa í vetur. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á netinu á

Coca cola bikarinn Afturelding – Fram

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar fá íslandsmeistara Fram í Coca cola bikarnum í kvöld kl 20:00 Nú þurfum við að fylla N1 höllina að Varmá og styðja þá til sigurs. Mætum kl 19:45 í rauðu.

Sigur og tap í kvöld.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarliðin spiluðu bæði í Mikasadeildinni í blaki í kvöld.
Kvennaliðið tók á móti Þrótti Reykjavík að Varmá í kvöld og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri heimakvenna sem unnu hrinurnar 25-8, 25-17 og 25-7.