Jóhann Jóhannsson Íþróttamaður handknattleiksdeildar 2013 og Íþróttamaður Aftureldingar 2013.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Jóhann hefur leikið með Aftureldingu frá blautu barnsbeini og hefur stöðugt bætt sig sem leikmaður.Á síðasta tímabili lék Afturelding í efstu deild og var Jóhann lykilmaður liðsins og átti mjög gott tímabil og var valinn nokkrum sinnum í lið umferðarinnar auk þess að vera einn markahæsti leikmaður N1 deildar á síðasta tímabili,Jóhann stundar íþrótt sína af mikilli samviskusemi, og er …

Hekla Daðadóttir íþróttakona handknattleiksdeildar 2013

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Hekla Daðadóttir er íþróttakona af guðs náð.  Hún hefur spilað handknattleik í mörg ár og er mikill reynslubolti.  Reynsla hennar og þekking á  handboltaíþróttinni hefur hjálpað mikið í uppbyggingu  kvennahandboltans hér í Aftueldingu.  Hekla  er mikil keppnismanneskja og mætir í alla leiki með það eitt að markmiði að vinna leikinn. Hún er samviskusöm, skipulögð og sér yngir leikmönnum mikil fyrirmynd.   …

Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tók á móti liði Þróttar Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki að Varmá í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Þróttarar sigu fram úr og unnu fyrstu hrinuna örugglega 16-25 Aftureldingardrengirnir spýttu í lófana í 2.hrinu og spiluðu mjög vel og skiluðu mörgum fallegum boltum í gólfið og uppskáru sigur, 25-21.

Afturelding – Þróttur R föstudag kl 19.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Karlalið Aftureldingaeldingar mætir Þrótti R tvisvar i þessari viku. Liðið tapaði naumlega í Laugardalhöllinni á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir Þrótti og oddahrinan fór 20-18. Hörkuleikur og frábær barátta og karakter í okkar mönnum. Kolbeinn Tómas Jónsson 14 ára í 4.flokki spilaði miðjuna allan leikinn í sínum fyrsta leik með meistaraflokki og stóð sig frábærlega, átti m.a. 4 uppgjafir beint í gólf.

Beltapróf í karate

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 29. nóvember verða beltapróf hjá karatedeildinni og þann dag verða
einungis beltaprófin.

3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu heimakonum í Stjörnunni. Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Fyrstu hrinuna 25-18, hrinu 2, 25-20 og lokahrinuna 25-10. Til hamingju stelpur.

Uppskeruhátíð Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Árleg Uppskeruhátíð Aftureldingar fer fram laugardaginn 30. nóv. n.k. Dagskrá fyrir 10 ára og yngri verður frá kl. 10.00 – 12.00 þar sem Eyþór Ingi mætir kl. 10.00 með gítarinn sinn og gefur tóninn fyrir íþróttafjörið sem í boði verður þar á eftir hjá deildum félagsins. Eftir hádegi eða kl. 14.00 verða svo veittar viðurkenningar fyrir 11-16 ára, Íþróttakarl og …

Konurnar komnar í undanúrslit í bikarnum

Blakdeild Aftureldingar Blak

Lið Aftureldingar gerði góða ferð á Álftanes um helgina þar sem fram fór undankeppni í bikarnum. Efsta lið úr hvorum riðli komst beint í undanúrslit í bikarkeppninni sem mun fara fram 15.mars í Laugardalshöllinni.