Meistaraflokkur karla lék við ÍA í Lengjubikarnum um helgina og gerði 1-1 jafntefli við Skagamenn
Öruggur sigur Aftureldingar á Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitaleik kvenna í blaki.
Afturelding og Stjarnan léku fyrsta leik sinn í undanúrslitum kvenna í Mikasadeildinni í blaki í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding hafði yfirburði í leiknum og vann nokkuð öruggan sigur. Fyrstu tvær hrinur leiksins fóru 25-15 fyrir Aftureldingu og þriðja hrinan fór 25-20 fyrir Aftureldingu og unnu þær leikinn 3-0.
Þriðjudagur 19:30 úrslitakeppni
Úrslitakeppnin í blakinu hefst á morgun þriðjudag. Afturelding landaði deildarmeistaratitlinum um sl. helgi og er því með heimaleikjaréttinn. Í undanúrslitum þarf að vinn 2 leiki og í úrslitum þarf að vinna 3 leiki.
Amy Marron nýr leikmaður meistaraflokks kvenna
Meistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk en bandaríska stúlkan Amy Marron hefur samið við félagið um að leika með liðinu í Pepsideildinni í sumar.
Deildarmeistarar
Afturelding varð á föstudagskvöld deildarmeistari í blaki kvenna þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Þrótti Nes, 3:2, í hrinum talið á heimavelli í Mosfellsbæ. Aftureldingu nægði stig í leiknum sem það krækti sér í með því að vinna tvær hrinur.
Landsliðsfréttir frá knattspyrnudeild
Afturelding á að venju sína fulltrúa á úrtaksæfingum yngri landsliða Íslands auk tveggja leikmanna í U17 ára karlalandsliðið sem er á leið til Portúgal.
Birkir í U17 landsliðið sem keppir í Portúgal
Birkir Þór Guðmundsson, leikmaður með 2.flokki Aftureldingar hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem tekur þátt í milliriðlum EM í Portúgal í lok mars.
Varmá – mikil blakhelgi
Mikið verður um að vera í blakinu að Varmá þessa helgina. Kvennaliðið á möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn ef þær ná sigri í öðrum af tveimur leikjum helgarinnar.
Theodór tekur við meistaraflokki kvenna
Afturelding hefur samið við Theodór Sveinjónsson um að hann taki við þjálfun hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu.
Axel á EM með U17 landsliði Íslands
Axel Óskar Andrésson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem tekur þátt í milliriðlum EM í Portúgal í lok mars.