Afturelding á nú í fyrsta sinn lið bæði í 1.deild karla og kvenna. Konurnar hefja keppni á laugardag en karlarnir á föstudag.
Salur 3 lokaður á föstudag og laugardag
Salur 3 verður lokaður á föstudaginn 21. og laugardaginn 22. september. Vinna við að setja línur fyrir blak- og körfuboltavelli verður í gangi þessa dagana. Þar af leiðandi falla allar æfingar niður í sal 3 á þessum dögum.
Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Rútuferðir frístundaselja skólaárið 2012 – 2013
Hérna eru upplýsingar um rútuferðir Frístundaselsins.
Buxnadagar hjá sportbúð Errea 17. – 28. september
Tilboð á ýmsum gerðum buxna í verslun Errea í Dugguvogi 3.
Rútuferðir. Lágafellsskóli – Varmá.
Nú eru komnar tímasetningar á rútuferðir milli Lágafellsskóla og Varmá.
Glæsilegur árangur hjá 3.flokki karla
Strákarnir í 3.flokki karla hafa slegið í gegn í sumar en þeir komust alla leið í undanúrslit Íslandsmótins í knattspyrnu og upp um deild með árangri sínum.
Leiðbeinandi óskast fyrir Íþróttafjör Aftureldingar
Íþróttafjörið er samstarfsverkefni Aftureldingar og bæjaryfirvalda Mosfellsbæjar og er fyrir 1-2 bekkjar nemendur í grunnskóla.
Fjölmenni á landsliðs-æfingum á næstunni
Knattspyrnusambandið verður með U17 og U19 landsliðsæfingar næstu helgar og verður Afturelding þar með sjö fulltrúa og hafa sjaldan verið fleiri..
Skráningar leikskólabarna
Foreldrar leikskólabarna í fimleikum eru beðnir að skrá börnin sín annaðhvort í Nóra – leiðbeiningar í fyrri frétt á síðunni eða með því að senda póst á fimleikar@afturelding.is. Stjórn getur ekki haldið utanum fjölda barna eða þörf fyrir fjölda þjálfara ef börnin eru ekki skráð. Að auki þurfa stjórn og þjálfarar að geta komið upplýsingum til foreldra og haft við …
Æfingatafla knattspyrnudeildar
Æfingatafla vetrarins er klár og er að finna á síðu knattspyrnudeildarinnar undir „tímatöflur“.