Hörkuleikur í undanúrslitum Mikasadeildar kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak, Fréttir

HK byrjaði leikinn betur og var yfir alla hrinuna og sigraði að lokum 25-17.  Afturelding kom sterkt til baka og vann hrinuna 25-21.  Í þriðju hrinu var HK ákveðnara og komst í 13-5.  Afturelding náði að vinna sig til baka en HK vann hrinuna 25-22.  Afturelding neitaði að leggja árar í bát og kom sterkt inn í fjórðu hrinuna og náði að klára hana 25-21.  Í oddahrinunni var allt undir og spennustigið hátt.  Liðin skiptust á að hafa forystuna en HK náði síðan undirtökunum og náði að landa sigri með því að vinna leikinn 15-8.  
Stigahæstar í liði HK voru Elsa Sæný Valgeirsdóttir með 24 stig og Fríða Sigurðardóttir með 14 stig.  Í liði Aftureldingar var Auður Anna Jónsdóttir með 18 stig og Zaharina Filipova með 17 stig.
Það verða því Þróttur Neskaupsstað og HK sem spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
Um næstu helgi verður síðan bikarhelgi blaksambandsins í Laugardaglshöllinni þar sem leikið verður í undanúrslitum á laugardeginum og til úrslita á sunnudeginum.

Fréttamynd: Auður Anna Jónsdóttir Aftureldingu að skora eitt af 18 stigum sínum í leiknum
Fréttamynd með texta tók Hlynur Hólm Hauksson