Byrjendanámskeið barna á vorönn 2012

Ungmennafélagið Afturelding

Byrjendanámskeið á vorönn fyrir börn, 6 ára og eldri hófst í byrjun febrúar. Þjálfari er Telma Rut Frímannsdóttir og kennt er tvisvar í viku: á mánudögum frá kl. 16.15 – 17.15 og á föstudögum frá kl. 15.15 – 16.00. Hægt er að mæta frítt í prufutíma í febrúar!

6. fl kvenna vann sína deild um helgina

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Íslandsmót 6 flokks kvenna eldra ár fór fram helgina 3 – 5 febúar  í Safamýrinni.  Stelpurnar stóðu sig frábærlega vel og unnu deildina sína og spila því í 2.deild á næsta móti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. Áfram Afturelding.

Stóðu sig vel á byrjendamóti í fimleikum

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Framtíðarkeppnishópurinn O-10 tók þátt í sínu fyrsta byrjendamóti á Selfossi á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og fengu verðlaun fyrir að standa sig vel í dansi með einkunnina 6,8.

Fjáraflanir skiluðu árangri

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fjáraflanir Fimleikadeildar skiluðu miklum árangri á síðasta ári. Foreldrar deildarinnar söfnuðu hvorki meira né minna en einni milljón sem notuð var til áhaldakaupa fyrir börnin. Bráðlega munu nýjar fjáraflanir hefjast og vill stjórnin hvetja alla foreldra sem vettlingi geta valdið að taka þátt.