Um áramótin urðu formannskipti í stjórn meistarflokks karla í Knattspyrnudeild Aftureldingar.
Allir á Þorrablót!
Það er komið að því aftur, Þorrablótinu! Góður matur, góður félagsskapur, gott málefni. Mosfellingar hvattir til að fjölmenna!
Hanna valin Mosfellingur ársins
Fótboltamamman og athafnakonan Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ.
Getraunaleikur á Hvíta Riddaranum
Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir að laugardaginn 14. Janúar 2012 verður hinn bráðskemmtilegi hópaleikur í getraunum endurvakinn.
Knattspyrnudeild endurnýjar samninga
Knattspyrnudeild Aftureldingar endurnýjaði nýlega samninga við nokkra af sínum lykilleikmönnum í meistarflokki karla.
Nýtt ár stútfullt af Taekwondo viðburðum
Ekki gleyma að kíkja á nemendavefinn okkar http://afturelding.tki.is
Anton og Gunnar boðaðir á landsliðsæfingar
Anton Ari Einarsson og Gunnar Logi Gylfason munu taka þátt í landsliðsæfingum um næstu helgi.
Fimmta íslandsmetið á árinu 2011
Honum tókst það rétt fyrir áramót.
U 18 ára landslið karla í 4 sæti á victors cup í Þýskalandi.
Böðvar Páll og Bjarki Snær spiluðu með U 18 ára landsliði karla á Victors Cup í þýskalandi. Ísland mætti Sviss í leik um 3 sætið og töpuðu naumt 22 – 20 og endaði ísland í 4 sæti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Böðvari Páli og Bjarka Snæ til hamingju með þennan góða árangur, flottir strákar hér á ferð. Áfram Afturelding.
Eydís Embla Lúðvíksdóttir markvörður á landsliðsæfingum U 16
Eydís Embla Lúðvíksdóttir markvörður í 4 flokki kvenna er búinn að vera á landsliðsæfingum með u 16 þessa daga og var síðasta æfingin haldin í dag. Sannarlega glæsilegur fulltrúi aftureldingar hér á ferð og gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.