Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar og hefur tekið til starfa.
Liverpool skólinn 2012
Afturelding kynnir: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi árið 2012 Haldin verða tvö námskeið á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Hið fyrra verður dagana 7.-9. júní (fimmtudagur til laugardags) og hið síðara 10.-12. júní (sunnudagur til þriðjudags). Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltastráka- og stelpur á aldrinum 6-14 ára (7 .- 4. flokkur) Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á þjálfun …
Séræfingar hjá Guðnýju Björk
Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir sem hefur verið gestaþjálfari hjá 7.og 6.flokki kvenna í knattspyrnu undanfarið ásamt því að stýra séræfingum fyrir eldri stúlkur verður með séræfingar núna í jólafríinu fyrir 3.-5.flokk kvenna eða stelpur fæddar 2001 til 1996. Æft verður inni í sal 1 að Varmá.
Deildarbikarinn í knattspyrnu 2012
KSÍ hefur tilkynnt um riðlaskiptingu í Deildarbikarnum eða Lengjubikarnum eins og hann er einnig nefndur fyrir vorið 2012.
Birkir Benediktsson skytta í 4 fl karla í landsliði U-16 sem leikur tvo leiki við Frakka.
Birkir Beneditsson skytta í 4 flokki karla leikur með landsliði karla U-16 ára. U-16 ára landslið karla spilar 2 vináttulandsleiki við Frakka hér á landi. Fyrri leikurinn er á laugardaginn kl.14 í Strandgötu og sá síðari á mánudaginn kl.17.15 í Kaplakrika. Við viljum hvetja alla til a mæta og styðja við bakið á strákunum.
Þrír leikmenn Aftureldingar á landsliðsæfingar.
Þrír leikmenn frá Aftureldingu taka þátt í æfingum með yngri karlalandsliðunum nú fyrir jólin.
Böðvar Páll og Bjarki Snær voru valdir í landslið U 18
Böðvar Páll Ásgeirsson skytta og Bjarki Snær Jónsson markvörður í 3 flokks karla hafa verið valdir í U-18 ára landslið karla. Liðið mun æfa mánudag til föstudags í Víkinni milli 16:00 og 18:00Liðið fer svo til Þýskalands á annan í jólum þar sem það kemur til með að taka þátt í Viktors Cup.Landsliðsþjálfari er Heimir Ríkharðsson Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Böðvari …
Aldís Mjöll Helgadóttir gerir nýjan samning við Aftureldingu.
Aldís Mjöll Helgadóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við knattspyrnudeild Aftureldingar og mun því leika með liðinu næsta sumar.
17 ára uppalin hjá UMFA á samning hjá 1FFC Frankfurt
Heðrún Sunna Sigurðardóttir hóf sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og lék með yngri flokkum félagsins allt þar til hún flutti til Þýskalands með fjölskyldu sinni fyrir þremur árum.
N1 deildin – Afturelding lagði Gróttu 27:25
Afturelding og Grótta áttust við á fimmtudagskvöld í N1-deild karla í handknattleik. Afturelding hafði tveggja marka sigur, 27:25, eftir æsispennandi lokamínútur. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan gestunum af Seltjarnanesi.