Nýtt samskiptaforrit – Sportabler

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild.  Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/afturelding Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið …

Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða …

Það NÝJASTA !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Góðan daginn !   Þetta er alveg nýtt hjá okkur ! Við erum viss um að þetta eigi eftir að hitta í mark ! Ef það er áhugi þá er hægt að koma og prófa. Endilega sendið e-mail á fimleikar@afturelding.is ef þið hafið spurningar. Skrifstofan opnar á mánudaginn.

Afturelding með þrjár í U19 landsliði kvenna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki  U liða  síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru …

Byrjendablak fyrir fullorðna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendablak fyrir fullorðna á þriðjudögum kl 21:15-22:45 Æft verður einu sinni í viku undir leiðsögn þjálfara og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 7. september og fara æfingar fram í sal 3 í íþróttahúisnu að Varmá. Allir velkomnir, bæði karlar og konur. Skráning á:  blakdeildaftureldingar@gmail.com

Sundskóli Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingSund

Opnað hefur verið fyrir skrániningar í sundskóla Aftureldingar. Tímabil 31. ágúst – 19. október Kennt er í innilauginni í Lágafellslaug.

Vetrarstarf Aftureldingar 2021-2022 – UPPFÆRT

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá Aftureldingur og eru stundatöflur vetrarins tilbúnar. Þær gætu þó breyst eitthvað og við biðjum foreldra og forráðamenn að fylgjast með því hjá deildunum. Núna á þessari önn tökum við í gagnið nýtt greiðslukerfi vegna þess að Sportabler hefur sameinast Nóra sem við höfum notast við undanfarin ár. Við biðjum ykkur að huga vel …

Þórður í 9. sæti á Evrópumóti U21

Karatedeild AftureldingarKarate

Sex íslenskir keppendur tóku þátt í Evrópumóti U21 í Tampere í Finnlandi dagana 20. – 22. ágúst sl. og átti Afturelding 2 keppendur þar, þau Þórð og Oddnýju. Þau kepptu bæði í kata. Bestum árangri náði Þórður  sem keppti í kata U21 Þórður varð í öðru sæti í sínum riðli í fyrstu umferð en af 35 keppendum komust 16 áfram. …

Taekwondo – æfingar fyrir alla

TaekwondoTaekwondo

Taekwondo hentar öllum og er hægt að byrja að æfa á hvað aldri sem er. Æfingar fara fram í Bardagasal Aftureldingar að Varmá. Iðkendur hjá okkur eru á aldrinum 6-50 ára. Almennar æfingar eru fyrir alla frá 6 ára aldri. Krílatímar eru fyrir 3-5 ára og TKD fitness eru styrktar og brennslu æfingar fyrir 18 ára og eldri. Æfingar á …

Thelma Dögg Grétarsdóttir er Íslandsmeistari í strandblaki kvenna 2021

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Íslandsmotið í strandblaki fór fram í Fagralundi á glæsilegu og endurbættu svæði þar sem 4 vellir voru komnir upp og frábær aðstaða fyrir áhorfendur einnig. Afturelding átti þátttakendur í flestum deildum og komu flestir þátttakendur okkar með verðlaun heim. Thelma Dögg Grétarsdóttir varða Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt meðspilara sínum Hjördísi Eiríksdóttur en þær unnu ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum 2-0. Daníela …