Afturelding heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í 1. deild kvenna næsta sumar. Þær Anna Hedda Björnsdóttir Haaker, Ragna Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Rut Kvaran hafa gengið til liðs við Aftureldingu frá Val á lánssamningum. Anna Hedda er að hefja feril sinn í meistaraflokki og kemur úr sigursælum 2002 árgangi hjá Val líkt og Ragna Guðrún og Katrín Rut, …
Afturelding á toppi 1.deildar karla og kvenna í blaki
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir það að B-liðin okkar í blaki verði Deildarmeistarar í 1.deildum karla og kvenna þegar nokkrar umferðir eru eftir. Stúlkurnar eiga 4 leiki eftir og strákarnir eiga 2 leiki. B -liðin hafa ekki þátt tökurétt í úrslitakeppninni en þau geta orðið deildarmeistarar vinni þeir deildirnar. Þess má geta að það er spilað í …
Valin til að keppa á HM í Danmörku
Lisa Lents landsliðsþjálfari í Poomsae hefur valið átta einstaklinga til að keppa á Heimsmeistaramóti í Poomsae. Þar af eru fjórir frá Aftureldingu. Mótið mun fara fram í Herning í Danmörku 21-24 maí næst komandi. Keppendur frá Aftureldingu eru: Ásthildur Emma Ingileifardóttir Iðunn Anna Eyjólfsdóttir María Guðrún Sveinbjörnsdóttir Steinunn Selma Jónsdóttir Nú mun hefjast strangur undibúningur samkvæmt dagskrá landsliðssins. Við óskum …
AFTURELDING ER BIKARMEISTARARI Í 2.FL. KVENNA !!!!
Stelpurnar í 2.flokki kvenna gerðu sér lítið fyrir og urðu BIKARMEISTARAR 2020 í dag . Þær unnu KA í undanúrslitum í morgun 2-1 og fengu lið HK í úrslitaleiknum sem hafði unnið Þrótt Nes. Okkar stelpur gerður sér lítið fyrir og unnu þær 2-0 í úrslitaleiknum. Til hamingju Afturelding .
Afturelding komin með 2 lið í undanúrslit Bikarkeppninnar í blaki yngri flokka.
Fyrri dagur Bikarkeppni Blaksambands Íslands í 2.,3. og 4.flokki fór fram í dag í Kópavogi. Afturelding er að standa sig vel og eru kvennaiðiin okkar í 2. og 4.flokki komin í undanúrslitaleikina sem fram fara á morgun kl 9:00 í Digranesi og í Fagralundi. Úrslitaleikirnir eru svo spilaðir kl 11:00 á sömu stöðum. 4.flokkur spilar í Digranesi og 2.flokkur spilar …
Bikarkeppni yngri flokka í blaki
Um helgina fer fram Bikarkeppni yngri flokka í blaki. Blakdeild HK sér um mótið og verður spilað í tveimur húsum, í Digranesi og í Fagralundi. Afturelding sendir til leiks lið í öllum kvennaflokkum og 2 í 2.flokki kvenna og 1 lið í drengjaflokki. Við óskum krökkunum góðs gengis á mótinu.
Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim!
Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim í Aftureldingu frá ÍBV en þar hefur hún spilað undanfarin ár. Sessó hefur spilað 145 leiki í meistaraflokki með Aftureldingu, Þrótti R. og ÍBV, þá varð hún bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og lék stórt hlutverk í liði ÍBV í Pepsi deild kvenna síðastliðin fjögur tímabil. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt að því …
Frábær sigur Aftureldingar á toppliði KA í Mizunodeild kvenna
Afturelding hélt til Akureyrar í kvöld og spilaði þar við Íslandsdeildar og Bikarmeistara frá síðasta ári en KA en liðið var ósigrað á leiktíðinni fram að þessum leik. Okkar stúlkur sýndu frábæran leik og unnu KA 3-2 þar sem þær unnu oddarhrinuna 15-7. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 22 stig og bætti María Rún Karlsdóttir við 19 …
RIG Meistarar
Taekwondodeild Aftureldingar varð um helgina RIG meistarar. Mótið fór fram í Laugardalnum og var keppt bæði í Kyorugi (bardaga) og Poomsae (formum/tækni). Afturelding var stigahæsta liðið í samanlögðu og þar með félag mótsins. Keflavík var svo í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Afturelding vann 18 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 8 brons. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað …
Komdu í blak – frítt að prófa!
Blakdeild Aftureldingar býður krökkum á öllum aldri að koma og prófa að æfa blak. Verið velkomin!