Mikilvægir leikir að Varmá um helgina

Blakdeild AftureldingarFrjálsar

Afturelding tekur á móti KA í Mizunodeild kvenna um helgina. Liðin spila 2 leiki, kl 14:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudaginn. Auk þess spila B liðin í 1.deild kl 16:00 á laugardaginn. Bæði liðin hafa unnið alla sína leiki á leiktíðinni og eru þetta síðustu leikir fyrir jólafrí í deildinni. Búast má við hörkuleikjum milli þessara liða og …

Guðmundur Helgi stýrir Aftureldingu út tímabilið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta. Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla í Fram en fær nú það krefjandi verkefni að stýra kvennaliði Aftureldingar. „Handknattleiksdeild Aftureldingar er afar stolt að fá svona flottan þjálfara í slaginn með okkur,“ segir Hannes …

Liverpool gefur áritaðan bolta til styrktar Aroni Sigurvinssyni

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aron Sigurvinsson, sem lék með Aftureldingu í yngri flokkum í knattspyrnu, lenti í alvarlegu bílslysi um verslunarmannahelgina síðustu. Hann barðist fyrir lífi sínu fyrstu dagana og hefur síðan gengist undir margar aðgerðir og erfiða endurhæfingu. Hann tvíhálsbrotnaði í slysinu og hlaut mikla innvortis áverka. Í einni af rannsóknunum vegna hálsbrotsins kom óvænt í ljós að hann er með krabbamein í …

Afturelding með 5 fulltrúa í 18 manna æfingahópi A landsliðs karla í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Þjálfarateymi karlalandsliðsins í blaki hafa valið 18 leikmenn í æfingahóp fyrir næsta landsliðsverkefni en liðið fer á NOVOTEL Cup í Luxemborg fyrstu helgina á nýju ári. Tihomir Paunovski og Egill Þorri Arnarsson hafa valið  18 leikmenn en 14 leikmenn fara til Luxemborgar þann 1. janúar, Eftirtaldir voru valdir frá Aftureldingu og óskum við þeim  til hamingju og góðs gengis:  Bjarki …

Brynjar Vignir og Þorsteinn Leó í U18 hópi Íslands

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding á tvo glæsilega fulltrúa í 20 manna hópi U-18 karla sem leikur Sparkassen Cup milli jóla og nýárs. Brynjar Vignir Sigurjónsson er í 16 manna lokahóp og Þorsteinn Leó Gunnarsson er einn fjögurra aukamanna sem æfa með liðinu fram að móti og gætu fengið kallið. Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson þjálfar liðið en æfingar hefjast 17.desember og mótið …

Íþróttastarf Aftureldingar fellur niður vegna veðurs – 10. desember

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding og Mosfellsbær hafa ákveðið að fella niður allt íþróttastarf eftir kl. 14.00 á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Spáð er aftakaveðri í Mosfellsbæ síðdegis á morgun og hvetjum við alla til að halda sig heima síðdegis á morgun. Íþróttamiðstöðin að Varmá og í Lágafelli loka kl. 14.00 á morgun og fellur akstur frístundabíls alveg niður. Foreldrar eru hvattir til að sækja …

Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna – Glæsilegir vinningar!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta stendur fyrir stórglæsilegu happdrætti fyrir jólin þar sem hægt er að vinna stórglæsilega vinninga. Miðinn kostar aðeins 2.000 kr.  og verður dregið í beinni úsendingu á Facebook síðu Handknattleiksdeilar þann 17. desember næstkomandi. Hér er frábær tækifæri til að styðja við kvennahandboltann hjá Aftureldingu og eiga jafnvel möguleika á að vinna sér sinn glæsilegan vinning. Hægt …

Íþróttafólk Aftureldingar valið 27. desember 2019

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Þann 27. desember næstkomandi ætlum við að hittast í Hlégarði og gera íþróttaárið upp. Veittar verða viðurkenningar fyrir íþróttamann ársins 2019 ásamt vinnuþjark félagsins, Starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK Léttar veitingar verða á boðstólnum og mikil gleði. Við hvetjum alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra Mosfellinga til að koma og gleðjast með íþróttafólkinu okkar. Þau Andri Freyr Jónasson úr knattspyrnudeild Aftureldingar …

Afturelding á 6 fulltrúa í æfingahópi A landslið kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Landsliðin í blaki taka átt í NOVOTEL CUP í Luxemborg sem fram fer í byrjun janúar. Borja Gonzalez Vicente og Ana María Vidal Bouza þjálfarar kvennaliðs Aftureldingar í blaki og landsliðsþjálfarar kvenna hafa valið æfingahóp sinn fyrir verkefnið en 14 leikmenn munu fara til Luxemborgar þann 1. janúar 2020. Alls 6 leikmenn frá Aftureldingu ná inn í æfingahópinn  en þau hafa …

Eva Ýr til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna nýjasta leikmann Aftureldingar, markvörðinn öfluga Evu Ýr Helgadóttur. Eva Ýr er 23 ára markvörður sem hefur sannað sig sem einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin tvö ár en hún hefur þar spilað í lykilhlutverki með liði ÍR. Hún á að baki 66 leiki í meistaraflokki, þar af 22 leiki í efstudeild með Fylki, …