Mættu á leiki Aftureldingar gegn Stjörnunni og þú gætir unnið landsliðstreyju!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Í tilefni af leikjum Aftureldingar og Stjörnunnar í Olísdeild karla og kvenna laugardaginn 7. desember ætlum við að efna til skemmtilegs leiks. Til að taka þátt í leiknum þarftu að hafa Geddit-appið í símanum þínum. Hægt er að finna Geddit í App Store eða Google Play. Á leikdegi 7. desember geturðu „veitt staur“ í Geddit og spilað leiki. Allir sem …

Haraldur hættir sem þjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Stjórn Handknattleiksdeildar Aftureldingar og Haraldur Þorvarðarson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Þetta er niðurstaða hlutaðeigandi aðila eftir skoðun og viðræður um stöðu flokksins og heildrænt mat. Stjórnin vill þakka Haraldi fyrir aðkomu hans að uppbyggingu kvennahandboltans hjá félaginu, en hann hefur sýnt mikinn áhuga og metnað í þeim efnum, sem hefur …

Hugleiðingar fomanns: Hvernig virkjum við Aftureldingarhjartað!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Hvað er betra en að tilheyra góðum hóp eins og Aftureldingu, vera uppalinn í félaginu, vera fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og finna það alls staðar í samfélaginu þegar vel gengur. Ég hitti nokkra menn mér fróðari í þessum málum á fótboltavellinum á dögunum og við fórum að ræða saman um það af hverju ungu leikmennirnir okkar yfirgefa okkur eins og …

Ingvar nýr þjálfari í Hjóladeild Aftureldingar

Hjóladeild AftureldingarHjól

Hjóladeild Aftureldingar hefur náð samkomulagi við Ingvar Ómarsson sem mun ganga liðs við deildina. Ingvar mun hann sjá um þjálfum á okkar fólki á næsta ári og mun hann hefja störf eftir áramót. Tímasetningar á æfingum munu liggja fyrir von bráðar en stefnt er að einni inni æfingu í WC á viku og æfinga program með fleiri æfingum, fyrir þá …

Grand Prix meistarar

Karatedeild AftureldingarKarate

Um helgina fór fram uppskeruhátíð Karatesambands Íslands þar sem verðlaunahafar í samanlagðri Grand Prix mótaröðinni eru verðlaunaðir. Grand Prix mótin eru þrjú yfir árið, og er keppt í aldursflokkum í kata og kumite. Gefin eru 10 stig fyrir 1. sæti, 8 stig fyrir 2. sæti og 6 stig fyrir 3. sæti. Landsliðsfólkið okkar, Oddný og Þórður gerðu sér lítið fyrir …

Elfa Sif og Kristín Gyða semja við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þær Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna til loka árs 2021. Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deild kvenna síðastliðið sumar, þá hefur hún verið í æfinga- og leikmannahóp félagsins frá byrjun þessa árs. Elfa Sif er fædd árið 2004 …

Ósigraðar í 1.deild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Blaksamband Íslands ákvað að þau félög sem væru með lið í úrvalsdeildum væri heimilt að senda B lið  til keppni í 1.deildum karla og kvenna, Þau lið eru því skipuð ungum leikmönnum sem ekki eru að spila alla leiki í úrvalsdeildum sinna félaga og hugsunin að þau fái þarna leikreynslu. Afturelding er með B-lið bæði í 1.deild karla og kvenna …

Þrír leikir og þrír sigrar hjá Blakdeildinni

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Þrjú Aftureldingarlið áttu leik á miðvikudagskvöldið. Afturelding B í 1.deild karla fékk topplið deildarinnar , HK B í heimsók og unnu þá sannfærandi 3-0 að Varmá. Strax á eftir spilaði Afturelding X í 1.deild kvenna við Álftanes 2 og þar urðu úrslitin þau sömu. Sannfærandi 3-0 sigur. Í Mizunodeild kvenna spilaði Afturelding við Þrótt Reykjavík í Laugardalshöll og unnu þær …

Glæsilegur árangur á Haustmóti

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Síðast liðnar tvær helgar fór fram Haustmót í Teamgym og stóðu liðin sig frábærlega! Lið frá Aftureldingu eru í sætum meðal bestu liðanna á landinu og erum við gríðarlega stolt af iðkendum og þjálfurum og óskum þeim innilega til hamingju.    Við sendum frá okkur 5 lið  4 Flokk 1  3 Flokk 1 og 2   2 Flokk  KK yngri, Í …

Þóra María frá keppni út tímabilið vegna meiðsla

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Þóra María Sigurjónsdóttir, lykilmaður í meistaraflokksliði Aftureldingar í handbolta, mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Þóra María sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir skömmu. Þóra er 18 ára gömul og hefur leikið alla leiki Aftureldingar á tímabilinu í stöðu leikstjórnenda eða vinstri skyttu. Hún hafði skorað 34 mörk og gefið 11 stoðsendingar í deildinni. …