Guðmundur Árni til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hornamaðurinn öflugi Guðmundur Árni Ólafsson hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára.  Guðmundur sem er margreyndur og öflugur leikmaður lék með HK í vetur auk þess að vera um tíma spilandi aðstoðarþjálfari. Guðmundur lék afar vel fyrir HK í umspili um sæti í úrvalsdeild og hjálpaði félaginu að tryggja sér sæti í Olísdeildinni næsta vetur. Tímabilið á undan var …

Stelpurnar komnar í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Grindavík í 32-liða úrslitum bikarsins á Varmárvelli í gær. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í Inkasso deildinni. Sú varð raunin en eftir framlengdan leik urðu lokatölur 5-4 Aftureldingu í vil. Staðan 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Eydís Embla Lúðvíksdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og skoraði 2 mörk í leiknum. …

Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust. Hinn þrítugi Wentzel …

Hafliði Sigurðarson til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Kant og miðjumaðurinn Hafliði Sigurðarson hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aftureldingu. Halli hefur verið á láni hjá Aftureldingu frá Fylki undanfarin tvö tímabil en hann er nú kominn alfarið til félagsins. Halli skoraði sex mörk í ellefu leikjum þegar Afturelding vann 2. deildina í fyrra. Halli hefur í vetur verið í námi í Bandaríkjunum en hann er á …

Piotr og Borja þjálfa meistaraflokkanna í blaki

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum meistaraflokka fyrir næstu leiktíð. Piotr Kempisty mun halda áfram að þjálfa meist­ara­flokk karla og yngri flokka Aft­ur­eld­ing­ar í blaki og Borja Gonzá­lez mun taka við meist­ara­flokki kvenna hjá Aftureldingu á næstu leiktíð. Ana Maria Vi­dal mun vera aðstoðarþjálf­ari kvennaliðsins og mun Kempisty einnig spila með karlaliði fé­lags­ins. „Auk þess mun Ana Maria sjá um …

Skúli Sigurz til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu. Hinn tvítugi Skúli kemur til Aftureldingar frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann lék fimmtán leiki með Leikni R. í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann var þar á láni. Skúli er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Leikni R. annað kvöld. Við bjóðum Skúla velkominn í Aftureldingu. Mynd: …

Íslandsmeistarar í karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Helgina 4. – 5. maí sl. var haldið íslandsmeistaramót barna- og unglinga í karate. Keppt var í einstaklings kata 8-11 ára (börn) og 12-17 ára (unglingar) auk liðakeppni í kata. Alls voru 237 keppendur frá 10 félögum skráðir til leiks auk 40 hópkataliða. Þrettán keppendur þátt fyrir hönd Aftureldingar auk eins hópkataliðs. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega þó ekki hafi …

Sumarnámskeið Taekwondodeildarinar

TaekwondoTaekwondo

DREKANÁMSKEIÐ TAEKWONDODEILDAR AFTURELDINGAR Taekwondodeild Aftureldingar stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Í boði eru tvö tveggja vikna námskeið. Þau börn sem sækja bæði námskeiðin gefst kostur á að þreyta beltapróf í lok síðara námskeiðsins (gul rönd og gult belti). Fyrra námskeiðið 8 dagar hefst 11. júní til 21. júní frá kl. 8:30 til 15:30. Verð 21.000,- …

Afturelding Íslandsmeistarari í 3. flokki kvenna

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Glæsilegt Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina að Varmá. Afturelding eignaðist Íslandsmeistara í 3. flokki stúlkna. Þær fóru ósigraðar í gegnum mótið og töpuðu aðeins 2 hrinum. Glæsilegur árangur hjá þeim. Innilega til hamingju.

Roberta Ivanauskaitė til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Aft­ur­eld­ing hef­ur fengið liðstyrk fyr­ir næsta tíma­bil í efstu deild kvenna í hand­knatt­leik en fé­lagið hef­ur gert samn­ing við Roberta Ivanauskaitė. Ivanauskaitė spil­ar stöðu skyttu og kem­ur frá Lit­há­en en hún er 22 ára og var á mála hjá þýska fyrstu deild­ar liðinu Neckar­sul­mer SU á síðustu leiktíð. Hún hef­ur átt sæti í landsliði Lit­há­en um nokk­urt skeið. Ivanauskaitė er um …