Aftureldingarbúðin að Varmá er nú komin á Sportabler og hægt er að versla bæði þar og mæta með kvittun, eða senda börnin með kvittunina eða mæta að Varmá og versla beint úr búðinni. Aftureldingarbrúsarnir eru nú loksins komnir aftur eftir að þeir seldust upp í sumar. Nýtt í búðinni er einnig kökuskeryting í formi Aftureldingarmerkis (má borða) til að setja …
Blakæfingar hefjast samkvæmt stundatöflu 1. september
Blakdeildin hefur sitt 24. starfsár og 21. starfsár fyrir yngri flokka föstudaginn 1.september samkvæmt tímatöflu deildarinnar. Skráning fer fram á Sportabler.is Við bjóðum yngri iðkendur sérstaklega velkomna á æfingar og er frítt að koma og prufa æfingar en æfingar fara fram bæði í Lágafellsskóla fyrir U10 börn (3.og 4.bekkur) og að Varmá en U12 (5.og 6.bekkur) æfa bæði í Lágafelli …
Varningur fyrir: Í Túninu heima til sölu í Aftureldingarbúðinni að Varmá
Þriðjudaginn 22.ágúst og fimmtudaginn 24.ágúst kl 17:00-20:00 er hægt að versla varning tengdum bæjarhátíðinni okkar : Í Túninu Heima !!! Til sölu eru: Fánar á flaggstangir með logóinu á, Þríhyrningsfánar (15metrar) undir þakskegg eða milli ljósastaura t.d. Klapphendur með ljósi í, Blöðrur ,20 stk í pakka og einnig til að búa til fígúruru úr – langar mjóar.
Íslandsmeistaratitill í strandblaki kvenna !!!
Íslandsmótið í strandblaki var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri um liðna helgi. Frábær þátttaka var í mótinu og spilað í tveimur karladeildum og 4 kvennadeildum ásamt unglingadeild, og markar þetta lok strandblakssumarsins og upphaf inniblaksins hjá mörgum. Okkar kona; Thelma Dögg Grétarsdóttir ásamt spilafélaga sínum Hjördísi Eiríksdóttur urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Daníelu Grétarsdóttur og hennar spilafélaga, Margréti sem …
Aftureldingarbúðin komin á sportabler
Nú er hægt að versla og greiða fyrir vörur úr Aftureldingarbúðinni að Varmá heima í stofu og svo er bara að mæta að Varmá og sýna kvittun af kaupunum í afgreiðslunni og fá vörurnar afhentar. Linkurinn á búðina er á heimasíðu félagsins og hægt er að sjá myndir af öllum vörunum þegar maður opnar hverja vöru fyrir sig. Einnig er …
Íslenska karlaliðið í blaki á lokamóti Evrópskra smáþjóða
Afturelding á tvo fulltrúa í íslenska karlalandsliðinu sem tekur nú þátt í lokamóti Evrópskra smáþjóða sem spilað er í Edinborg í Skotlandi. Fulltrúar Aftureldingar eru Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson sem báðir spila með karliði félagsins og þjálfa yngri iðkendur. Íslensku strákarnir héldu erlendis í gær, miðvikudag og spiluðu fyrtsa leikinn í dag sem þeir töpuðu 3-1 gegn …
Aftureldingarfólk með gullið og Evrópumeistarar Smáþjóða í blaki kvenna
Í dag, sunnudag, spilaði íslenska kvennalandsliðið í blaki til úrslita um Evrópumeistaratitil Smáþjóða en lokakeppnin fór fram í Luxemborg. Úrslitaleikurinn var á milli Skotlands og Íslands og vann Ísland leikinn 3-2. Afturelding var með 4 leikmenn í íslenska landsliðinu auk þjálfara og fararstjóra. Í lok mótsins er valið draumalið mótsins og átti Ísland 3 leikmenn í liðinu og koma þeir …
Fjórar úr Aftureldingu með A landsliði kvenna.
Afturelding á 4 leikmenn í A landsliði kvenna í blaki en Ísland tekur þátt í lokamóti Smáþjóða sem fram fer í Luxemborg þessa dagana. Leikmenn Aftureldingar eru: Daníela Grétarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir. Fararstjóri hópsins kemur einnig úr röðum Aftureldingar; Einar Friðgeir Björnsson sem og þjálfari liðsins sem er Borja Gonzales Vincente þjálfari karla- …
Áfram Afturelding – Íslandsmeistaratitill undir.
Stelpurnar okkar í blakinu spila um Íslandsmeistaratitilinn að Varmá kl 19:00 miðvikudaginn 10.maí. Ef stelpurnar vinna þennan leik þá hampa þær titlinum, ef ekki þá verður hreinn oddaleikur á Akureyri á föstudaginn. Við hvetjum allt Aftureldingarfólk til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar en áhorfendur geta svo sannarlega gert gæfumuninn. Miðasala á STUBB appi en börn og unglingar yngri …
Lið fyrri hluta Íslandsmótsins- Fulltrúar Aftureldingar
Í dag, 29.janúar var tilkynnt um það hverjir væru í liði fyrri hluta tímabilsins, bæði hjá körlum og konum í blaki. Aftuelding átti einn fulltrúa kvennamegin, þar sem Valdís Unnur Einarsdóttir var valin ein af tveimur bestu miðjuspilurum mótsins. Karlamegin átti Afturelding tvo fulltrúa þar sem Dorian Poinc var valinn einn af tveimur bestu köntum mótsins og Hafsteinn Már Sigurðsson …