Sumarskóli Sigrúnar í handbolta

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Okkur langar bara að minna á frábæra sumarskóla Sigrúnar. Sumarskóli Sigrúnar verður haldinn í Varmá vikuna 12-16. ágúst (mán-fös) Verð 7500 kr Börn fædd 2010-2013 æfa frá kl 10-12 Börn fædd 2006-2009 æfa frá 12:30-14:30 Mælt með að börnin hafi með sér létt nesti. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið verður yfir sendingar, grip, skot, tækniæfingar, varnar …

Afturelding mætir ÍR í kvöld

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Kvennalið Aftureldingar mætir ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld á Hertz vellinum í Breiðholti. Okkar stelpur hafa staðið sig vel í sumar og eru í 4. sæti í deildinni með 17 stig. ÍR situr á botninum með 1 stig að loknum 11 umferðum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Deildin er mjög jöfn og er stutt úr toppbaráttu og niður í botnbaráttu. …

Silja og Telma leika með Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Tveir nýjir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar fyrir komandi átök í Olís deildinni. Silja Ísberg kemur til liðsins frá ÍR. Silja er snöggur og kraftmikill hornamaður sem býr yfir mikilli reynslu. Telma Rut Frímannsdottir er uppalin í Aftureldingu en þurfti að taka sér hlé frá handbolta vegna náms. Telma er öflugur leikmaður sem getur leyst margar stöður …

Perlað með krafti og Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í tilefni af Bæjarhátíð Mosfellbæjar leggur Kraftur leið sína í Mosfellsbæinn og perlar með Aftureldingu og Mosfellingum þriðjudaginn 27. ágúst frá kl. 17-20 í Hlégarði Með því að taka þátt í viðburðinum eru þið að hjálpa okkur að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu. …

Sævaldur bætir við sig þjálfaramenntun

Ungmennafélagið AftureldingKörfubolti, Óflokkað

Sævaldur Bjarnason yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Aftureldingar útskrifaðist úr FECC skóla FIBA um liðna helgi. Hann kemst þá í fámennan hópa íslenskra körfuboltaþjálfara. Sævaldur hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf fyrir körfuna í Mosfellsbæ undanfarin ár. Fjölgun í deildin hefur verið hröð og mikil og sendi Aftureldinga kvennalið til leiks í barna- og unglingastarfi á síðasta tímabili, í fyrsta sinn síðan deildin …

Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í …

Róbert Orri valinn í landsliðhóp U18

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla,  hefur valið leikmannahóp sinn í U18 til þátttöku í tveimur vináttu landsleikjum gegn Lettlandi dagana,  17.- 21. júlí n.k. Báðir leikirnir fara fram ytra. Róbert Orri Þorkelsson úr Aftureldingu er í hópnum. Hann hefur verið fastamaður í U17 ára liði Íslands og tekur nú skrefið upp í U18 ára liðið. Afturelding óskar Róberti Orra til hamingju …

Skrifstofa Aftureldingar lokuð vegna sumarfría

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð frá og með deginum þar sem starfsmenn skrifstofu eru í sumarfríi. Skrifstofan verður lokuð frá 8. júlí en verður opnuð á ný mánudaginn 22. júlí. Búast má við að þjónustustig af hálfu starfsmanna skrifstofu verði lítið á þessu tímabili. Njótið sumarsins! Kær kveðja, Starfsfólk Aftureldingar

Pistill formanns: Jafnrétti í íþróttum

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Það sem veðrið er ekki búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dásamlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum fótboltaferðum, það er fyrir það fyrsta svo …

Róbert Orri skrifar undir nýjan samning við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Róbert Orri Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Hinn 17 ára gamli Róbert Orri hefur alist upp allan sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og verið fastamaður á miðjunni hjá meistaraflokki undanfarin tvö keppnistímabil. Í fyrra hjálpaði hann Aftureldingu að vinna 2. deildina og í ár hefur hann leikið vel með liðinu í Inkasso-deildinni. Róbert …