Tap gegn Þrótti Nes bæði hjá konum og körlum.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak, Fréttir

Afturelding er að senda lið í 1. deild karla í fyrsta sinn og Þróttur Nes í fyrsta sinn í 12 ár.
Þróttur Nes hafði betur í báðum leikjunum, úrslitin í föstudagsleiknum voru 3-1 (25-19,  25-21, 23-25, 25-23) þar sem Afturelding náði að vinna sína fyrstu hrinu í efstu deild karla. Í liði Aftureldingar var  Ivo Bartkevics  stigahæstur með 19 stig (18 úr sókn og 1 úr hávörn).  Þróttur Nes vann svo laugardagsleikinn nokkuð örugglega  3-0 ( 25-17, 25-21 og 25-19). 

Næsti leikur karlanna verður  þriðjudaginn 2.okt kl  20:15 á móti Þrótti Reykjavík í Laugardalshöllinni.
Kvennaliðið okkar, Íslands- og bikarmeistararnir frá síðustu leiktíð, töpuðu einnig í dag fyrir Þrótti N, 3-1
Hrina 1 – 25:13
Hrina 2 – 25:22
Hrina 3 – 29:31
Hrina 4 – 25-15

Næsti leikur hjá stelpunum verður laugardaginn 6.okt  við KA á Akureyri