Blakdeild Aftureldingar átti 5 fulltrúa í U 17 landsliðum drengja og stúlkna sem keppti á NEVZA ( Norður Evrópumótiinu) sem fram fór í Ikast í Danmörku í síðustu viku. Fulltrúar félagsins voru í drengjaliðinu: Sigvaldi Örn Óskarsson og Valens Torfi Ingimundarson. Í stúlknaliðinu voru það Hilma Jakobsdóttir, Karitas Ýr Jakobsdóttir og Steinunn Guðbrandsdótir. Krakkarnir voru félaginu og landi til mikils …
Afturelding – Meistarar meistaranna
Um helgina fór fram Meistarakeppni Blaksambands Íslands í fyrsta skipti. Þar mættust Íslandsmeistarar HK á móti Bikarmeisturum Aftureldingar frá því á síðasta tímabili. Afturelding fór með 3-0 sigur yfir HK.
Vetrardagskrá blakdeildarinnar er komin út
Hér má finna stækkaða útgáfu.
Vetrarstarf blakdeildarinnar
Blakdeild Aftureldingar býður börnum í 6.fl að æfa frítt fram að áramótum.
Thelma Dögg í svissnesku deildina.
Thelma Dögg Grétarsdóttir landsliðskona úr Aftureldingu hefur gert saming við Vbc Galina til eins árs og mun spila í efstu deild í Sviss í vetur.
Uppspilari í úrvalsdeild kvenna
Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá samningi við Mikayla Derochie, 22 ára uppspilara, um að leika með liðinu næsta keppnistímabil. Mikayla kemur frá Davidsson háskólanum í Norður Karólínu en þar var hún uppspilari liðsins, Wildcats, öll fjögur árin og fyrirliði liðsins síðustu tvö árin. Við bjóðum Mikayla hjartanlega velkomna til liðs við Aftureldingu.
María Rún í Aftureldingu
María Rún Karlsdóttir fyrirliði Þróttar Neskaupsstað í blaki mun leika með Aftureldingu næsta vetur og er ljóst að hún mun styrkja lið Aftureldingar töluvert.
A-landslið kvenna í blaki er Evrópumeistari 2017 – 4 liðsmenn Aftureldingar í hópnum.
Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumeistaramóti Smáþjóða (SCD) sem fram fór í Lúxemborg um helgina. Liðið lék þar í úrslitariðli gegn Færeyjum, Skotlandi, Lúxemborg og Kýpur. Ísland tapaði fyrsta leik sínum, gegn Skotum en vann síðan leikina við Færeyjar og Lúxemborg. Í síðasta leik mótsins lék Ísland gegn Kýpur þar sem þær íslensku fóru með sigur að hólmi. Fyrir …
Vinningsnúmer í happdrætti blakdeildar
Búið er að draga í happdrættinu.
Happdrætti Blakdeildar Aftureldingar
Nú er blakdeildin að fara af stað með sitt árlega happdrætti og munu börnin í blakdeildinni ganga í hús og selja happdrættismiða á næstu 2 vikum í fjáröflun fyrir sig. Stór hópur af þeim er á leið til Danmerkur í æfingabúðir í byrjun júní. Miðaverð er kr. 2.000 og eiungis verður dregið úr seldum miðum. Upplýsingar um vinningsnúmer munu byrtast …