Aftureldingarnáttföt

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Blak

Nú eru til sölu Aftureldingarnáttföt – frábær í jólapakkann. Náttfötin er hægt að fá í stærðum 2-8 ára. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 15 desember.  Pantanir fara fram í gegnum aftureldingarbudin@gmail.com

Daníela og Valdís í úrtakshópi U17

Blakdeild AftureldingarBlak

Þjálfarateymi U17 stúlkna hefur valið 17 stúlkur í úrtakshóp í unglingalandslið U17 sem fer til Tékklands í byrjun janúar í Evrópumót. Tvær stúlkur úr Aftureldingu eru í hópnum. Daniele Capriotti er yfirþjálfari kvennalandsliða og verður sjálfur aðalþjálfari þessa liðs sem fer til OLOMOUC í Tékklandi dagana 4.-8. janúar 2018. Erla Bjarný Jónsdóttir er aðstoðarþjálfari liðsins og hafa þau valið 17 …

Fyrsti sigur Aftureldignar í Mizuno deild karla í vetur

Blakdeild AftureldingarBlak

Karlalið Aftureldingar vann í gærkvöld sinn fyrsta leik í Mizuno-deildinni í vetur þegar þeir tóku á móti Stjörnunni. Okkar menn byrjuðu leikin betur og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Í annari hrinu jafnaði Stjarnan metin, 25-20, og staðan þar með jöfn, 1-1. Afturelding náði aftur forystunni með því að vinna þriðju hrinuna 25-18 og þurftu þar með aðeins að vinna eina …

Herra- og kvennakvöld UMFA

Ungmennafélagið AftureldingBlak, Handbolti, Knattspyrna

Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóliog degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað.  Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á …

Flottir fulltrúar Aftureldingar fóru með U17 til Danmerkur

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar átti 5 fulltrúa í U 17 landsliðum drengja og stúlkna sem keppti á NEVZA ( Norður Evrópumótiinu) sem fram fór í Ikast í Danmörku í síðustu viku.  Fulltrúar félagsins voru í drengjaliðinu: Sigvaldi Örn Óskarsson og Valens Torfi Ingimundarson. Í stúlknaliðinu voru það Hilma Jakobsdóttir, Karitas Ýr Jakobsdóttir og Steinunn Guðbrandsdótir. Krakkarnir voru félaginu og landi til mikils …

Afturelding – Meistarar meistaranna

Blakdeild AftureldingarBlak

Um helgina fór fram Meistarakeppni Blaksambands Íslands í fyrsta skipti. Þar mættust Íslandsmeistarar HK á móti Bikarmeisturum Aftureldingar frá því á síðasta tímabili. Afturelding fór með 3-0 sigur yfir HK.

Vetrarstarf blakdeildarinnar

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar býður börnum í 6.fl að æfa frítt fram að áramótum. 

Thelma Dögg í svissnesku deildina.

Blakdeild AftureldingarBlak

Thelma Dögg Grétarsdóttir landsliðskona úr Aftureldingu hefur gert saming við Vbc Galina til eins árs og mun spila í efstu deild í Sviss í vetur.

Uppspilari í úrvalsdeild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá samningi við Mikayla Derochie, 22 ára uppspilara, um að leika með liðinu næsta keppnistímabil. Mikayla kemur frá Davidsson háskólanum í Norður Karólínu en þar var hún uppspilari liðsins, Wildcats, öll fjögur árin og fyrirliði liðsins síðustu tvö árin. Við bjóðum Mikayla hjartanlega velkomna til liðs við Aftureldingu.