Þjálfaramál klár hjá Blakdeild

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldinga hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir komandi vertíð.
Apostol Apostolov verður áfram með Íslandsmeistarana í úrvalsdeild kvenna.
Rogerio Ponticelli hefur verið ráðin þjálfari karlaliðs blakdeildarinna. Ponticelli er frá Brasilíu og var ráðin þjálfari A landsliðs karla í mars og mun stýra landsliðinu fram yfir Smáþjóðarleikana á næsta ári. Hann er með hæstu þjálfaragráðu sem hægt er að fá frá Alþjóða blaksambandinu og verður frábær viðbót í góða þjálfaraflóru deildarinnar. Hann mun þjálfa úrvalsdeild karla, 2. og 3.flokk pilta og 1.-4. deild kvenna. Blakdeild Aftureldingar býður Rogerio velkomin í hópinn.

Blak búðir um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Um komandi helgi, 16.-18. maí, verður risa blakhelgi að Varmá. Þar verða haldnar afreksbúðir í blaki fyrir unglinga á aldrinum 14-19 ára.

Góð ferð á Öldungamót í blaki á Akureyri

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar vill senda þakkir fyrir vel skipulagt og skemmtilegt Öldungamót á Akureyri síðustu daga.
Afturelding sendi 5 lið til leiks, 4 kvennalið og 1 karlalið. Árangurinn var frábær, karlarnir unnu 3.deildina og a lið kvenna vann 2.deild. B liðið var í 2.sæti í 4.deild, c liðið í 4.sæti í 7.deild hársbreidd frá verðlaunum og d lið í 6.sæti í 8.deild.
Þetta þýðir að á næsta Öldungamóti á Neskaupstað 2015 mun Afturelding eiga sæti í 1.deild kvenna, 2.deild karla, 3.deild kvenna, 7.deild kvenna og 9.deild kvenna.
Alls var keppt í 15 kvennadeildum og 7 karladeildum og þátttakendur voru um 1300 alls.

Fjórar Aftureldingarstelpur í landsliðshóp

Blakdeild AftureldingarBlak

Capriotti landsliðsþjálfari kvenna í blaki hefur tilkynnt 24 kvenna hóp fyrir komandi verkefni í júní þegar Smáþjóðariðill EM verður haldinn í Laugardalshöllinni.
Afturelding á fjóra leikmenn í þessum hópi.
Þær eru Auður Anna Jónsdóttir, Miglena Apostolova, Kristina Apostolova og Thelma Dögg Grétarsdóttir.

ÍSLANDSMEISTARAR 2014

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding landaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í kvöld að Varmá fyrir fullu húsi. Takk fyrir frábæran stuðning í kvöld.

Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

Fjölmennum og styðjum blakstelpurnar í kvöld. Leikurinn hefst 19:30 að Varmá.
Staðan í einvígi Aftureldingar og Þróttar Nes er 2:2 og sigurvegari leiksins í kvöld mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Fjölmennum rauðklædd á leikinn og hvetjum stelpurnar. Við viljum bikarinn í Mosó.

Oddaleikur föstudag 19:30

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tapaði í gær fyrir Þrótti Nes fyrir austan, 3-1 og er staðan í úrslitaeinvíginu því 2-2 en vinna þarf 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Ljóst er að Íslandsmeistarar verða því krýndir að Varmá á föstudagskvöldið. Leikurinn á föstudag hefst 19:30

Linkur á úrslitaleik

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og Þróttur Nes mætast í fjórða leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á Norðfirði á morgun þriðjudag kl 19:30. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Aftureldingu en vinna þarf 3 leiki til að hampa titlinum.