Framtíðarkeppnishópurinn O-10 tók þátt í sínu fyrsta byrjendamóti á Selfossi á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og fengu verðlaun fyrir að standa sig vel í dansi með einkunnina 6,8.
Fjáraflanir skiluðu árangri
Fjáraflanir Fimleikadeildar skiluðu miklum árangri á síðasta ári. Foreldrar deildarinnar söfnuðu hvorki meira né minna en einni milljón sem notuð var til áhaldakaupa fyrir börnin. Bráðlega munu nýjar fjáraflanir hefjast og vill stjórnin hvetja alla foreldra sem vettlingi geta valdið að taka þátt.
Um fimm hundruð voru viðstödd vorsýningu Fimleikadeidlar
Mikil gleði ríkti á vorsýningu Fimelikadeildar í gær þegar börnin sýndu afrakstur æfinganna í vetur.