Dregið hefur verið í Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna 2017 Hægt er að vitja vinningana 3.janúar – 31.mars 2018 á skrifstofu félagsins 2 hæð að Varmá. Óskum vinningshöfum innilega til hamingju með vinninginn. Þökkum kærlega fyrir stuðninginn Gleðilega hátíð
Jólahappdrættið komið í sölu
Hið árlega Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna er komið í sölu. Hægt er að nálgast miða hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna en einnig eru okkar flottu iðkendur í fjórða og fimmta flokk karla og kvenna að labba í götur mosfellsbæjar á næstu dögum. Dregið verður 23.desember 2017. Vinningar. 1. 50.000 kr gjafabréf frá Vita ferðum 2. Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði …
Apótekarinn býður á leik !
Apótekarinn býður á stórleik Aftureldingar og FH að Varmá mánudaginn 11.desember kl 19:30 Þeir sem versla í Apótekaranum í Mosfellsbæ og koma með kvittun fyrir kaupunum á leik Aftureldingar og FH fá frítt fyrir sig og fjölskylduna á leikinn. Mætun öll og hvetjum Aftureldingu til sigurs. Áfram Afturelding Apótekarinn er stoltur stuðningsaðili Aftureldingar.
Íslandsmót fyrir 5 fl kk – eldri um helgina
Um helgina 18 – 19. nóvember mun barna- og unglingaráð halda handknattleiksmót fyrir 5 fl kk eldri í íþróttahúsinu við Varmá. Mótið stendur yfir frá kl. 10 á laugardeginum og lýkur kl. 16 á sunnudeginum. Búast má við að um 600 manns heimsæki húsið þessa helgi.
Keiluhallarmót handknattleiksdeildar Aftureldingar
Keiluhallarmót Aftureldingar í handbolta var haldið laugardaginn 28.október síðastliðinn. Mótið heppnaðist mjög vel en um 320 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. Að loknu móti fengu allir verðlaunapening, kókómjólk frá MS, Pagen snúða frá Ó j og kaaber og frítt í keilu frá keiluhöllinni. Þökkum öllum kærlega vel fyrir komuna.
Herra- og kvennakvöld UMFA
Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóliog degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á …
Bingó sun. 5 nóv kl 13:00 í sal Lágafellsskóla
Það verður bingó fjör sunnudaginn 5.nóv kl 13:00 í sal Lágafellsskóla.
Opið öllum
Hlökkum til að sjá ykkur.
Hörkuleikur að Varmá
Stelpurnar okkar tóku á móti öflugu liði HK í Grill66 deildinni í gær. Okkar stelpur byrjuðu leikinn af mikilli hörku og var staðan í hálfleik 11 – 7. Þær heldu áfram fyrri krafti í seinni hálfleik og voru 6 mörkum yfir. Hk tekur leikhlé Þegar 20 mín eru eftir af leiknum og eftir það koma þær af fullum krafti skiptu …
Mátunardagur handboltans mán 16.okt
Auglýsing frá Barna og unglingaráði Handknattleiksdeildar. Kæru foreldrar Í NORA er nú hægt að panta ERREA keppnistreyju með merkingu, stuttbuxur, hettupeysu og Select handbolta á góðu verði. Fyrirkomulagið verður þannig að ganga þarf frá pöntun og greiða vöruna fyrir 25. október 2017 (þá lokar fyrir skráningu). Greiðsla er forsenda þess að pöntun verði lögð inn (ekki er miðað við eindaga). …
7 fulltrúar okkar á landsliðsæfingum
Það er nóg að gera hjá fulltrúum handknattleiksdeildar Aftureldingar núna um helgina en þá fara fram landsliðsæfingar og mælingar. Fulltrúar okkar eru þau Birkir Benediktsson A landslið karla Elvar Ásgeirsson A landslið karla Þóra María Sigurjónsdóttir U-20 ára landslið kvennaBjörgvin Franz Björgvinsson U-18 ára landslið karlaBrynjar Vignir Sigurjónsson U-16 ára landslið karlaEyþór Wöhler U-16 ára landslið karlaAnna Katrín Bjarkadóttir U-16 …