Þrír úr Aftureldingu valdir í B-landsliðið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur valið B-landslið karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 27. til 29. september. Þrír leikmenn Aftureldingar voru valdir í liðið en það eru þeir Arnór Freyr Stefánsson, Birkir Benediktsson og Elvar Ásgeirsson.Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mun stjórna æfingunum undir handleiðslu Guðmundar. Hópurinn er einungis skipaður leikmönnum úr Olísdeildinni. Leikmannahópinn má sjá hér: Arnór …

16 marka stórsigur hjá stelpunum

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding er með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Víkingi Reykjavík í Grill66-deild kvenna í handbolta sl. föstudagskvöld, 26-10. Afturelding hafði mikla yfirburði í leiknum en staðan í hálfleik var 11-6. Í síðari hálfleik átti Afturelding sviðið og vann að lokum 16 marka sigur. Frábær byrjun á tímabilinu hjá stelpunum sem hafa unnið báða leiki sína til þessa. Þóra …

Afturelding með fullt hús stiga

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar karla eftir eins marks sigur í æsispennandi leik að Varmá í gærkvöldi, 28-27. Leikurinn var í járnum allt frá upphafi og æsispennandi. ÍR leiddi í hálfleik 13-14. ÍR náði þriggja marka forystu um miðjan síðari hálfleik en okkar menn komu tilbaka og náðu með góðum endaprett að vinna annan leikinn í …

Sigur í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding fer vel af stað í Grill66-deild kvenna í handbolta og vann í gærkvöld góðan útisigur á Val-U á Hlíðarenda 24-25. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Þóra María Sigurjónsdóttir var markahæst í liði Aftureldingar en hún skoraði 7 mörk í leiknum og Kristín Arndís Ólafsdóttir kom næst með 6 mörk. Ragnhildur Hjartardóttir gerði 5 …

Afturelding styrkir sig fyrir átökin í Grill 66 deildinni

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistaraflokkur kvenna hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Grill 66 deildinni í vetur. Þrír sterkir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið í sumar en það eru þær Ástrós Anna Bender, Kristín Arndís Ólafsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir. Ástrós sem er tvítug er markmaður og er uppalin í HK en hún fór þaðan í Val árið 2015. Ástrós kemur …

Aðalfundur handknattleiksdeildar 7.mars kl 20:00

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Aðalfundur handknattleiksdeildar verður haldinn miðvikudaginn 7.mars kl 20:00 í Vallarhúsinu að Varmá.  Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2. Kosning fundastjóra og fundarritara 3. Fundagerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði 4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram af gjaldkerum ráðanna. 6. Fjárhagsætlun ráðanna lagðar fram til samþykktar. 7. Kosningar a) …

EM stuð frítt að prufa 11-18 janúar

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Nú erum við komin í EM skap hjá Aftureldingu.  Því langar okkur að bjóða nýjum iðkendum að koma og prófa að æfa handbolta frá 11-18 janúar Leikir íslands: 12. Jan ÍSLAND – Svíþjóð   kl. 17:15 14. Jan ÍSLAND – Króatía   kl. 19:30 16. Jan ÍSLAND – Serbía     kl. 17:15 Hlökkum til að sjá ykkur

Tveir fulltrúar í U 18 ára landsliðshóp karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Heimir Ríkharðsson þjálfari U 18 ára karla landsliðs íslands hefur varið 30 manna hóp til æfingar 5 – 7 janúar næstkomandi. Okkar fulltrúar eru þeir Kristófer Karl Karlsson og Ágúst Atli Björgvinsson. Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Eigum tvo fulltrúa í U 18 ára landsliðshóp íslands

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

U18 ára landsliðshópur valinn Valin var 22 manna hópur sem mun æfa saman 5 – 7 janúar. Við erum stolt að segja frá því að við eigum tvær stelpur í þeim hópi. Það eru þær Þóra María Sigurjónsdóttir miðjumaður og Brynja Rögn Ragnarsdóttir línumaður. Við óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis í janúar.