Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar Verður haldinn miðvikudaginn 21.Mars 2011og hefst kl. 18:00 Fundarstaður Skólastofa 6 fyrir utan íþróttamiðstöðina Varmá Mosfellsbæ Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra2. Kosning fundarritara3. Skýrsla stjórnar lögð fram4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga7. Kosning formanns8. Kosning í meistaraflokksráð 9. Kosning í barna- og unglingaráð10. Önnur mál f.h. stjórnar handknattleiksdeildar …
Handknattleiksdeild Aftureldingar með Íslandsmót um helgina
Íslandsmót hjá 5 fl karla yngra ári verður haldið að Varmá helgina 16 – 18 mars.
Júmboys bikarmeistarar utandeildar
Júmboys varð á föstudag bikarmeistari utandeildar eftir sigur á ÍR 29-27 í framlengdum leik í Laugardalshöll. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 en Júmboys leiddi í hjálfleik 12-11.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Jumboys strákunum innilega til hamingju.
N1 deild karla handbolti.
Háspennu jafntefli gegn Fram að Varmá
6. fl kvenna vann sína deild um helgina
Íslandsmót 6 flokks kvenna eldra ár fór fram helgina 3 – 5 febúar í Safamýrinni. Stelpurnar stóðu sig frábærlega vel og unnu deildina sína og spila því í 2.deild á næsta móti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. Áfram Afturelding.
Afturelding fær Fram í heimsókn í kvöld!
Meistaraflokkur karla tekur í kvöld á móti Fram kl 19:30. Við hvetjum alla til að mæta í kvöld og hvetja okkar menn til sigurs.
Böðvar Páll Ásgeirsson valinn í U – 20 ára landslið karla
Böðvar Páll Ásgeirsson hefur verið valinn í U – 20 ára landslið karla. Liðið spilaði á laugardag við A landslið Finnlands sem A landslið Íslands lék við á föstudaginn áður. Böðvar Páll spilaði hluta af fyrri hálfleik í vörn en hluta af seinni hálfleik í sókn og skoraði tvo gullfalleg mörk og lagði upp eitt, glæsilegur árangur þar sem Böðvar …
Allir á Þorrablót!
Það er komið að því aftur, Þorrablótinu! Góður matur, góður félagsskapur, gott málefni. Mosfellingar hvattir til að fjölmenna!
Gleðileg Jól
Handknattleiksdeild Aftureldingar sendir iðkendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir liðið íþróttaár
Bjarki Snær og Böðvar Páll halda til Þýskalands annan í jólum með landsliði U -18
Bjarki Snær Jónsson markvörður og Böðvar Páll Ásgeirsson skytta keppa með landsliði U -18 á Victor´s Cup í Saar héraði í Þýskalandi Liðið fer annan í jólum og leika í riðli með Sviss, Úrvalsliði Saar héraðs og Póllandi. Leikjaplan Íslands er eftirfarandi: Þriðjudagur 27.desemberSaar – Ísland kl.17.10 Miðvikudagur 28.desemberÍsland – Pólland kl.10.40Ísland – Sviss kl.15.20 Fimmtudagur 29.desemberLeikið um sæti Handknattleiksdeild …