Í gær fundaði HSÍ með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum eins og hafði verið ákveðið á fundi sambandanna á mánudag með almannavörnum. Í dag er enn óbreytt staða frá yfirvöldum þ.e. að ekki er um að ræða samkomubann. HSÍ mun almennt fara eftir þeim tilmælum og munu allir leikir fara fram skv. leikjadagskrá þar til annað verður tilkynnt. Hins vegar hefur …
Þjálfarar Aftureldingar útskrifast með Master Coach gráðuna
Laugardaginn 29. febrúar útskrifuðust 23 þjálfarar með Master Coach gráðuna. Þjálfarar Aftureldingar í meistaraflokki, Einar Andri Einarsson og Guðmundur Helgi Pálsson voru þeirra á meðal. Námið þeirra hófst í byrjun árs 2019 og var námið unnið í samvinnu við HR og EHF en Master Coach gráðan er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta. Var þetta í fyrsta skiptið sem boðið var upp á …
Skemmtikvöld meistaraflokks kvenna í handbolta. – FRESTAÐ
því miður þarf að fresta skemmtikvöldinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Við hlökkum mikið til að hitta alla seinna. Meistarflokkur kvenna í handbolta heldur kemmtikvöld þann 14. mars. – Miðaverð 6.900kr. – Björgunarsveitahúsið við Völuteig – Miðapantanir: alda@murefni.is
Afturelding mætir Stjörnunni í undanúrslitum á fimmtudag
Fimmtudagskvöldið 5. mars mætast Afturelding og Stjarnan í undanúrslitum í CocaCola-bikarnum í handbolta. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sem er leikinn tveimur dögum síðar. Leikurinn hefst kl. 20:30. Upphitun hefst á Barion kl. 18.00 verða frábær tilboð á mat og drykk fram að leik. Rútuferðir verða fyrir stuðningsmenn frá Barion kl. 19:30 og svo aftur tilbaka í Mosfellsbæ að leik loknum. …
Afturelding endurnýjar samstarf við Bónus
Bónus verður áfram einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Aftureldingar líkt og undanfarin ár. Í morgun var undirritaður nýr samningur þess efnis í nýrri verslun Bónus í Bjarkarholti og mun Bónus áfram styrkja meistaraflokk karla með myndarlegum hætti. „Samstarfið með Bónus hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Aftureldingu og mjög ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, …
Úrslit í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna
Dregið var í jólahappdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta í desember s.l. Alls voru 57 vinningar í happdrættinu í ár og margir hverjir mjög glæsilegir. Hægt er að vitja vinninga hjá Vínilparket í Desjamýri 8 alla virka daga milli 8-17 eða með því að hafa samband í síma 896-9605. Sækja þarf vinninga fyrir 15.2.2020 Meistaraflokkur kvenna vill koma á framfæri þökkum …
Prufaðu að æfa handbolta – EM tilboð
Handknattleiksdeild Aftureldingar býður öllum nýjum iðkendum að prufa að æfa handbolta án skuldbindingar á meðan EM í handbolta stendur yfir. Mótið fer fram dagana 9. – 26. janúar 2020.
Silfur hjá strákunum í 5. flokki í Gautaborg
5. flokkur karla í handbolta hjá Aftureldingu tók þátt í hinu sterka móti Norden Cup sem lauk í dag. Afturelding stóð sig frábærlega í mótinu og hafnaði í 2. sæti í mótinu eftir tap í úrslitaleik gegn Team Favrskov Håndbold frá Danmörku. Afturelding fékk boð í mótið sem Íslandsmeistari í 5. flokki og mótið því geysilega sterkt. Hafn Guðmundsson og Aron …
Birkir og Guðmundur Árni í úrvalsliði Olísdeildarinnar
Afturelding á tvo fulltrúa í úrvalsliðinu fyrir áramót í Olísdeild karla í handbolta sem kynnt var í Seinni Bylgjunni í vikunni. Birkir Benediktsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru valdir í liðið en þeir hafa verið frábærir fyrir Aftureldingu í vetur. Guðmundur Árni hefur skorað 94 mörk á leiktíðinni og verið algjörlega frábær í hægra horninu hjá Aftureldingu. Birkir Ben hefur …
Gunnar Magnússon tekur við Aftureldingu í sumar
Gunnar Magnússon þjálfari Hauka og aðstoðarþjálfari íslenska handknattleikslandsliðsins mun taka við þjálfun meistaraflokks Aftureldingar sumarið 2020. Einar Andri Einarsson hættir eftir yfirstandandi keppnistímabil, þegar samningur hans rennur út, eftir sex ár í Mosfellsbænum. Lið Aftureldingar hefur spilað mjög vel á tímabilinu og er í 2. sæti Olís-deildarinnar nú þegar jólafríið er hafið. Gunnar er mjög reyndur og sigursæll þjálfari og …