Góður árangur íslenska landsliðshópsins á NM í Karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Á Norðurlandameistaramótinu í karate sem fram fór í Osló laugardaginn 13.apríl vann íslenski landsliðshópurinn til ellefu verðlauna. Kvennasveit Íslands tapaði naumlega í hópkata fyrir dönsku liði og náði því ekki að verja titil sinn. Telma Rut Frímannsdóttir lenti í þriðja sæti í kumite -61 kg flokki þar sem hún beið lægri hlut gegn dönskum keppanda 4:3.

Telma Rut fékk bronsverðlaun í Malmö

Karatedeild AftureldingarKarate

Telma Rut Frímannsdóttir hreppti bronsverðlaun í -61 kg flokki kvenna á opna sænska meistaramótinu í kumite í Malmö núna um helgina, 23.-24.mars.

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn, 11. mars 2013, kl. 18:00 í „gámi“ við íþróttahúsið Varmá.

Góður árangur á Íslandsmeistaramóti í karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata fór fram sunnudaginn 17.febrúar. Fjölmargir iðkendur frá karatedeild Aftureldingar tóku þátt í mótinu og þar af unnu átta keppendur til verðlauna.

Íslandsmeistaramót barna og unglinga í Kata

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót barna og unglinga verður haldið í Dalhúsum (Fjölni) sunnudaginn 17.febrúar. Mótið hefst kl.9 þar sem keppt verður í unglingaflokki en keppni barna hefst kl.13. Keppendur og liðstjórar skulu vera mættir 30 mínútum áður en mót hefst.

Karateæfingar á nýju ári

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendanámskeið hefjast mánudaginn 7.janúar. Karatepeysa fylgir frítt með fyrir byrjendur. Karateæfingar framhaldshópa hefjast að nýju þriðjudaginn 8.janúar og er stundatafla óbreytt frá síðustu önn.

Karatesýning 24.nóvember í Varmá

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 24.nóvember munu iðkendur hjá karatedeild Aftureldingar sýna kata og kumiteæfingar í Varmá frá kl.13.30-14.30.

Thelma Rut bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite 2012

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fór fram í Fylkissetrinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis, laugardaginn 17. nóvember. Fjöldi keppenda frá 7 félögum voru skráðir til leiks. Í opnum flokki kvenni sigraði Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu og er þetta þriðja árið í röð sem Telma Rut vinnur opna flokkinn. Margar mjög skemmtilegar viðeignir áttu sér stað en maður mótsins var Kristján Helgi Carrasco, úr Víking sem vann þrjá Íslandsmeistaratitla á mótinu.

Frábær árangur á Íslandsmótinu í Karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Fimm iðkendur frá karatedeild Aftureldingar kepptu á Íslandsmótinu í Kumite
2012 sem haldið var 21. október. Þrír þeirra enduðu á verðlaunapalli.