Beltapróf 7. júní

Karatedeild AftureldingarKarate

Föstudaginn 7. júní verða beltapróf hjá karatedeild Aftureldingar. Þann dag verða einungis beltapróf, engir karatetímar, og prófdómari verður yfirþjálfari deildarinnar Willem C. Verheul, 2. dan. Prófin verða í karatesalnum í Varmá.

Þrír nýir svartbeltarar hjá karatedeild Aftureldingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 6. apríl bættust við 3 nýir svartbeltarar hjá karatedeild Aftureldingar. Sensei Steven Morris, 7. dan, var með æfingabúðir hjá deildinni og karatedeild Fjölnis og gráðaði hann nokkra iðkendur úr báðum deildum.

Góður árangur íslenska landsliðshópsins á NM í Karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Á Norðurlandameistaramótinu í karate sem fram fór í Osló laugardaginn 13.apríl vann íslenski landsliðshópurinn til ellefu verðlauna. Kvennasveit Íslands tapaði naumlega í hópkata fyrir dönsku liði og náði því ekki að verja titil sinn. Telma Rut Frímannsdóttir lenti í þriðja sæti í kumite -61 kg flokki þar sem hún beið lægri hlut gegn dönskum keppanda 4:3.

Telma Rut fékk bronsverðlaun í Malmö

Karatedeild AftureldingarKarate

Telma Rut Frímannsdóttir hreppti bronsverðlaun í -61 kg flokki kvenna á opna sænska meistaramótinu í kumite í Malmö núna um helgina, 23.-24.mars.

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn, 11. mars 2013, kl. 18:00 í „gámi“ við íþróttahúsið Varmá.

Góður árangur á Íslandsmeistaramóti í karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata fór fram sunnudaginn 17.febrúar. Fjölmargir iðkendur frá karatedeild Aftureldingar tóku þátt í mótinu og þar af unnu átta keppendur til verðlauna.

Íslandsmeistaramót barna og unglinga í Kata

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót barna og unglinga verður haldið í Dalhúsum (Fjölni) sunnudaginn 17.febrúar. Mótið hefst kl.9 þar sem keppt verður í unglingaflokki en keppni barna hefst kl.13. Keppendur og liðstjórar skulu vera mættir 30 mínútum áður en mót hefst.

Karateæfingar á nýju ári

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendanámskeið hefjast mánudaginn 7.janúar. Karatepeysa fylgir frítt með fyrir byrjendur. Karateæfingar framhaldshópa hefjast að nýju þriðjudaginn 8.janúar og er stundatafla óbreytt frá síðustu önn.

Karatesýning 24.nóvember í Varmá

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 24.nóvember munu iðkendur hjá karatedeild Aftureldingar sýna kata og kumiteæfingar í Varmá frá kl.13.30-14.30.