Reykjavíkurmeistari – Reykjavik International Games (RIG)

Karatedeild AftureldingarKarate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 29. janúar – 6. febrúar 2022. Þetta er í 15 sinn sem leikarnir voru haldnir og tíunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í Laugardalshöllinni sunnudaginn 30. janúar 2022. Keppendur voru 81 talsins frá 10 félögum, þar af þrír frá Skotlandi og sex frá Svíþjóð. Að þessu sinni var …

Karate byrjar 2022! 👊🥋

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 4. janúar 2022   Æfingar framhaldshópa hefjast þriðjudaginn 4. janúar 2022 Æfingar byrjenda hefjast miðvikudaginn 5. janúar 2022 Þeir sem hafa ekki skráð sig á vorönn þurfa að gera það sem fyrst. Nýjir iðkendur eru boðnir velkomnir, fjórir prufutímar í boði og þegar æfingagjöld eru greidd fær iðkandinn nýjan karategalla! Sjá tímatöflu hér. Skráning fer …

Þórður í 9. sæti á Evrópumóti U21

Karatedeild AftureldingarKarate

Sex íslenskir keppendur tóku þátt í Evrópumóti U21 í Tampere í Finnlandi dagana 20. – 22. ágúst sl. og átti Afturelding 2 keppendur þar, þau Þórð og Oddnýju. Þau kepptu bæði í kata. Bestum árangri náði Þórður  sem keppti í kata U21 Þórður varð í öðru sæti í sínum riðli í fyrstu umferð en af 35 keppendum komust 16 áfram. …

Karate er að byrja aftur! 👊🥋

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast miðvikudaginn 1. september 2021 Framhaldshópar og fullorðnir byrja 2. september 2021 Framhaldsiðkendur færast sumir á milli flokka Byrjendur byrja 1. september 2021 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar) Allir fá karategalla (gi) þegar búið er að greiða æfingagjöld Forráðamenn eru vinsamlega beðnir um að …

Þórður Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í karate var haldið laugardaginn 29. maí 2021 sl. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Þórð en þau kepptu bæði í einstaklingskata fullorðinna. Úrslit mótsins má nálgast hér og frétt MBL um mótið má lesa hér. Þórður Jökull Íslandsmeistari karla annað árið í röð Þórður Jökull keppti til úrslita eins og í fyrra á …

Íslandsmeistaramót barna

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót barna í kata 6-11 ára var haldið sunnudaginn 16. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með sex keppendur á mótinu auk eins hópkataliðs. Tvö ár hafa liðið frá síðasta móti fyrir þennan aldurshóp og því voru sumir mjög óöruggir auk þess sem aðrir voru að keppa í fyrsta sinn. Því var það mikill sigur að taka …

Oddný Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 15. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Gunnar en þau kepptu bæði í elsta flokkinum, 16-17 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér. Oddný Íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna Oddný vann 16-17 ára flokkinn nokkuð örugglega annað árið í röð. Hún lýkur því keppni …

Svarta beltið

Karatedeild AftureldingarKarate

Þann 9. maí 2021 var loksins hægt að halda gráðun fyrir svartbeltara – ári á eftir áætlun. Gráðunin er ekki endanleg en staðfesta þarf hana hjá sensei Steven Morris þegar ferðalög án takmarkana verða möguleg. Þrír tóku gráðuna nidan (2. dan), tveir staðfestu gráðuna shodan (1. dan) og einn fékk fyrsta svarta beltið – shodan ho. Á myndinni má sjá …

Gull á fyrsta bikarmeistaramótinu

Karatedeild AftureldingarKarate

Fyrsta bikarmeistaramót ársins var haldið laugardaginn 27. febrúar 2021. Vegna sóttvarnarráðstafana var einnig keppt í elstu unglingaflokkunum (16-17 ára). Bikarmeistaramótin eru alla jafna þrjú yfir árið og er stigahæsti einstaklingurinn í kata og kumite bikarmeistari í karla og kvennaflokki. Frá Aftureldingu kepptu þeir Þórður Jökull Henrysson í kata karla og Hugi Tór Haraldsson í kumite 16-17 ára. Bestum árangri náði …

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 9.mars 2021 kl. 19:30 á skrifstofu Aftureldingar við hlið bardagasalar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Reikningar ársins 2020 Kosning formanns Kosning stjóarmanna Tillögur sem borist hafa til stjórnar Önnur mál Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu í stjórn eða hafa einhver málefni og tillögur sem þeir vilja leggja fyrir …