Reykjavíkurmeistarar – Reykjavik International Games (RIG)

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 23. janúar – 2. febrúar 2020. Þetta er í þrettánda sinn sem leikarnir voru haldnir og áttunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. janúar 2020. Keppendur voru 108 talsins frá 15 félögum, þar á meðal voru 9 erlendir keppendur frá Skotlandi, Englandi, Hollandi, Þýskalandi …

Grand Prix meistarar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Um helgina fór fram uppskeruhátíð Karatesambands Íslands þar sem verðlaunahafar í samanlagðri Grand Prix mótaröðinni eru verðlaunaðir. Grand Prix mótin eru þrjú yfir árið, og er keppt í aldursflokkum í kata og kumite. Gefin eru 10 stig fyrir 1. sæti, 8 stig fyrir 2. sæti og 6 stig fyrir 3. sæti. Landsliðsfólkið okkar, Oddný og Þórður gerðu sér lítið fyrir …

Silfur á Norðurlandameistaramótinu

Karatedeild Aftureldingar Karate

Landslið Íslands í karate tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í karate sem haldið var í Danmörku 23. nóvember sl. Alls tóku 13 íslenskir keppendur þátt og voru þau Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu valin til þátttöku. Hársbreidd frá Norðurlandameistaratitli Þórður náði bestum árangri íslenska liðsins, en hann vann silfurverðlaun í flokki junior 16-17 ára pilta í kata. Munaði …

Þrjú gull á Grand Prix móti

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þriðja og síðasta Grand Prix mótið var haldið 9. nóvember, en samanlagður árangur mótanna þriggja ákvarðar bikarmeistara greinarinnar í unglingaflokki. Fjórir keppendur frá Aftureldingu tóku þátt, Dóra Þórarinsdóttir í kata 12 ára, Oddný Þórarinsdóttir í kata 14-15 ára, Þorgeir Björgvinsson í kata 14-15 ára og Þórður Jökull Henrysson í kata 16-17 ára. Dóra, Oddný og Þórður  unnu öll sína flokka …

Íslandsmeistari í kumite 14-15 ára pilta

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þorgeir Björgvinsson varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki 14-15 ára pilta á íslandsmeistaramóti unglinga í kumite þann 12. október. Að þessu sinni voru aðeins tveir keppendur frá Aftureldingu, þeir Þorgeir og Hugi Tór Haraldsson og kepptu þeir í sama aldurs- og þyngdarflokki. Báðir unnu þeir allar viðureignir sínar nokkuð örugglega og því mættust þeir í úrslitum þar sem Þorgeir vann með …

Íslandsmeistari í kumite

Karatedeild Aftureldingar Karate

Telma Rut Frímannsdóttir varð íslandsmeistari í flokki +61 kg og lenti í 3. sæti í opnum flokki á íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite þann 12. október. Glæsilegur árangur hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Þetta var 20. titill Telmu frá því hóf að keppa í karate. Karatedeildin gæti ekki verið stoltari af henni!  

Smáþjóðamótsmeistari 2019

Karatedeild Aftureldingar Karate

Það var sannkölluð karateveisla þegar 6. smáþjóðamótið í karate (Small States of Europe Karate) var haldið í Laugardalshöll helgina 14. – 15. september, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Íslandi. Mótið var þar stærsta sem haldið hefur verið á Íslandi hingað til en alls voru 212 keppendur skráðir í 478 skráningum. Fyrir hönd Íslands var …

Oddný og Þórður með brons

Karatedeild Aftureldingar Karate

Laugardaginn 17. ágúst tók landsliðsfólkið okkar, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson þátt í sterku opnu móti með landsliði Íslands í karate í Helsinki í Finnlandi – Helsinki Karate Open. Oddný og Þórður stóðu sig frábærlega og náðu bæði þriðja sæti. Þátttaka í mótinu var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega Smáþjóðamótið í karate sem haldið verður að þessu sinni í Laugardalshöll …

Æfingar hefjast 3. september

Karatedeild Aftureldingar Karate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 3. september 2019. Æfingar byrjenda hefjast 11. september 2019 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar). Sjá tímatöflu hér. Skráning fer fram hér.  

Nýr svartbeltari – gráðun hjá sensei Morris

Karatedeild Aftureldingar Karate

Oddný Þórarinsdóttir bættist í hóp svartbeltara hjá karatedeild Aftureldingar 22. júní 2019 þegar hún lauk 7,5 klst. langri gráðun hjá sensei Steven Morris. Á myndinni hér að ofan má sjá Oddnýju með sensei Steven Morris að lokinni shodan ho gráðun.