Íslandsmeistaramót barna og unglinga 2018

Karatedeild AftureldingarKarate

Það var mikið um að vera hjá Blikum í Smáranum um helgina en þar fór fram Íslandsmót barna- og unglinga í kata. Nokkrir iðkendur karatedeildar Aftureldingar tóku þátt en elstu iðkendur voru einnig í hlutverki liðsstjóra á barnamótinu. Okkar keppendur stóðu sig prýðilega og fer þeim yngsti stöðugt fram í keppni.

Fullorðinsæfingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendaæfingar fullorðinna hófust mánudaginn 15. Janúar kl 20:15. Æfingarnar verða í Egilshöll, hjá karatedeild Fjölnis. Karatedeildir Aftureldingar og Fjölnis vinna náið saman, en sami yfirþjálfari Willem C Verheul, er hjá báðum deildum. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 20:15-21:15. Það verður frítt út febrúar, en frá mars – maí mun kosta 10.000.

Vel heppnuð Skotlandsferð

Karatedeild AftureldingarKarate

Afreksiðkendur karatedeildar lögðu land undir fót nýverið.  Haldið var til Skotlands til að taka þátt í Kobe Osaka æfingabúðum og móti.  Alls fóru tólf iðkendur frá Aftureldingu og Fjölni samanlagt.

Æfingabúðir á Akranesi í september

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingabúðirnar „Ærslagangur á Skipaskaga“ verða haldnar á Akranesi dagana 15. – 17. september n.k. Það er Karatefélag Akraness (KAK) sem skipuleggur æfingabúðirnar og eru þær ætlaðar iðkendum á aldrinum 12 – 18 ára. Á laugardeginum fer fram haustmót KAÍ á Akranesi sem skipulagt er í tengslum við æfingabúðirnar.

Vetrarstarfsemi Karatedeildarinnar 2017

Karatedeild AftureldingarKarate

        BYRJENDUR Byrjendum verður skipt upp í tvo hópa eftir aldri og getu. Æfingar hefjast 11. september og fara fram á mánudögum og miðvikudögum: 5-7 ára frá kl. 17.30 – 18.158-11 ára frá kl. 18.15 – 19.00 Frítt í prufutíma fyrstu tvær vikurnar! FRAMHALDSHÓPAR Sömu æfingatímar og í fyrra. Skoðið tölvupóst um hópaskiptingu.

Unnu til verðlauna á Gautaborg Open

Karatedeild AftureldingarKarate

Karatedeild Aftureldingar átti þrjá keppendur á alþjóðlegu móti sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð í byrjun maí.