Leikir helgarinnar í körfunni

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Um helgina voru leikir í 9. og 10. flokki. Í gær, laugardag, fór 10. flokkur í heimsókn á Laugarvatn og kepptu við Laugdæli/Hrunamenn.  Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir okkar menn en í loka leikhlutanum duttu nokkrir þristar og komst spenna í leikinn. Leikurinn endaði þó með tapi okkar manna 74-68. Strákarnir sigruðu báða sína leiki í dag á heimavelli í Varmá …

Körfubolti – leikir um helgina

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Íslandsmótið í 9. og 10. flokki drengja er komið á fullt í körfuboltanum.  Um síðustu helgi lék Afturelding við Aþenu/Leikni í Austurbergi og tapaði naumlega með 2 stigum, 73-75.  Á sunnudaginn lék svo lið 2 Aftureldingar í 9. flokki við Laugdæli/Hrunamenn í Varmá en liðið leikur í 4 deild.  Eftir spennandi leik fór viðureignin samt svo að okkar menn töpuðu …

Uppfærð æfingatafla körfuknattleiksdeildar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Endanleg mynd er nú komin á æfingatöflu körfuknattleiksdeildar Aftureldingar, smávægilegar breytingar og einnig komnir inn tímar fyrir +16 hópinn. Skráning inn á www.afturelding.is/korfubolti en þar er hnappur fyrir Sportabler eða þá í gegnum App-ið.  

Körfubolti – Hætt við breytingar á æfingatímum 1.-4. bekkjar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Við ætluðum að reyna að færa æfingatíma til í 1.-4. bekk vegna skörunar við knattspyrnuæfingar, Við mislásum frístundarútuna og flækjustigið sem þessu veldur sem er töluvert meira en hagræði af því að gera þetta. Við höfum þó ákveðið að æfingar á föstudögu færist yfir í Varmá en við höldum sömu tímum eins og fyrirfram var ákveðið. Þetta ætti því ekki …

Fyrirlestur um leikreglur

Fyrirlestur um leikreglur í upphafi keppnistímabilsins

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar fékk Rúnar Birgi Gíslason, alþjóða eftirlitsmann FIBA, til að halda stuttan fyrirlestur um helstu leikreglur í körfuboltanum og fór kynningin fram þriðjudagskvöldið 29. ágúst.  Þessi kvöldstund var hugsuð fyrir eldri iðkendur í körfubolta hjá Aftureldingu og foreldra til að öðlast betri skilning á störfum dómara og helstu reglum íþróttarinnar.  Á sama tíma er verið að undirbúa iðkendur til …

Kynningarbréf Körfuboltans

Ungmennafélagið AftureldingKörfubolti

Vetrarstarf KKD Aftureldingar hefst mánudaginn 28. ágúst Afturelding bíður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu öll að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa hjá körfuknattleiksdeild Aftureldingar frá 28. ágúst til 1. september. Ekki er þörf á að eiga neinn sérstakan búnað, en engu að síður er gott að vera …

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKörfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar mánudaginn daginn 13 mars kl 18.00 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 8.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur …

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 10. maí kl. 18

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Körfubolti

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 18 í Vallarhúsinu að Varmá. Á dagskrá fundarins verður: Skýrsla stjórnar Ársreikningur 2021 lagður fram til samþykktar Kosning formanns og annarra stjórnarmanna.  Framboð til stjórnar óskast tilkynnt fyrir þriðjudaginn 8. maí á netfang: ormarsson@yahoo.com Undirbúningur fyrir starfssemi deildarinnar á næsta ári Önnur mál Léttar veitingar verða í boði Hlökkum til að …

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar 27. apríl

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Körfubolti, Óflokkað

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 20 á skrifstofu Aftureldingar við íþróttamiðstöðina að Varmá ef aðstæður leyfa annars verður fundinum streymt rafrænt. Á dagskrá fundarins verður: Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og annarra stjórnarmanna.  Framboð til stjórnar óskast tilkynnt fyrir þriðjudaginn 20. apríl á netfang: ormarsson@yahoo.com Undirbúningur fyrir starfssemi deildarinnar á næsta ári …