Siglfirðingarnir Kristinn Freyr Ómarsson og Eduard Constantin Bors framlengdu báðir samninga sína við blakdeild Aftureldingar í vikunni. Báðir komu þeir til Aftureldingar frá BF (Boltafélag Fjallabyggðar) fyrir síðustu leiktíð og unnu til bronsverðlauna í efstu deild karla með Aftureldingu ásamt því að spila í 1.deild karla með unglingaliðinu. Báðir hafa þeir tekið þátt í landsliðsverkefnum U liða Íslands.
