Kristín Fríða Sigurborgardóttir og Regína Lind Guðmundsdóttir skrifuðu báðar undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Báðar eru þær búnar að vera í Aftureldingu og spila með upp alla yngri flokkana. Kristín Fríða hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum U-liða Íslands og báðar voru þær með á síðustu leiktíð þegar kvennaliðið vann til bronsverðlauna á Íslandsmótinu.
