Vetrarstarf Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Æfingatöflur haustannar 2019 eru tilbúnar og búið er að opna fyrir skráningar. Smelltu hér til að skrá iðkanda.
Forráðamenn eru beðnir um að passa að fara yfir og hafa allar upplýsingar inni í skráningakerfinu réttar. Nóra er skráningakerfi sem einnig aðstoðar okkur að ná í foreldra og forráðamenn fljótt og örugglega ef þarf, mikilvægt er því að hafa rétt símanúmer og netfang. 

Athugið að ekki er hægt að skrá í knattspyrnudeildina núna rétt á meðan þau klára sitt tímabil –  skráning fyrir tímabil 2019-2020 ætti að opna á allra næstu dögum. Hægt er að nálgast stundatöflu knattspyrnudeildar hér
Við minnum á kynningu á vetrarstarfi Aftureldingar þann 31. ágúst í sal 3 að Varmá.
Ath. æfingatöflur eru birtar með fyrirvara um breytingar. Forráðamönnum og iðkendum er bent á að fylgjast með á facebook síðum og/eða svæði deildanna á heimasíðunni.